Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2015 01:00

ÍA - Valur í beinni

Komiði sæl og velkomin í beina textalýsingu frá Akranesvelli þar sem ÍA tekur á móti Val í 21. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst eftir klukukstund, eða kl. 14:00 og er síðasti heimaleikur sumarsins. Lýsingin verður hér að neðan og fréttin verður uppfærð eftir atvikum á meðan leik stendur.

 

Lesendum er bent á að nauðsynlegt er að ýta á „refresh“ hnappinn í vafranum því fréttin uppfærir sig ekki sjálfkrafa.

 


 

90. mín. + 3. Gunnar Jarl blæs í flautu sína og leiknum er lokið með 1-0 sigri Skagamanna.

 

87. mín. Valsmenn gera tvær breytingar. Gunnar Gunnarsson og Sigurður Egill Lárusson koma af velli fyrir Kristinn Inga Halldórsson og Iain Williamson.

 

84. mín. Misnotuð vítaspyrna. Garðar steig á vítapunktinn en þrumaði boltanum í þverslá og yfir.

 

83. mín. Vítaspyrna. Skagamenn fá vítaspyrnu. Góður sprettur Tryggva endar með skoti í stöng. Víti dæmt þegar Skagamaður sem reyndi að ná frákastinu var togaður niður.

 

80. mín. Kristinn Freyr nálægt því að jafna með hælspyrnu eftir góða lága fyrirgjöf frá vinstri.

 

79. mín. Skipting. Valsmenn gera sína fyrstu breytingu í leiknum. Einar Karl Ingvarsson kemur inn á fyrir Emil Atlason.

 

73. mín. Garðar bjargar á marklínu eftir laglegt skot eftir hornspyrnu.

 

73. mín. Árni Snær ver frá Emil Atlasyni úr dauðafæri eftir laglega sendingu.

 

64. mín. Valsmenn komast í skyndisókn, 3 á 3 en Skagamenn stopap sóknina.

 

61. mín. Valsmenn eiga fast skot utan teigs en beint á Árna Snæ sem grípur örugglega.

 

55. mín. Kristinn Freyr var nálægt því að jafna leikinn þegar hann lét vaða af 30 m færi, undan vindi. Boltinn í þverslána og yfir.

 

54. mín. Skipting. Skagamenn gera aðra breytingu á sínu liði. Óli Valur kemur af velli og inn á í hans stað kemur Jón Vilhelm Ákason.

 

53. mín. Árni Snær á fyrstu markspyrnu dagsins sem drífur yfir miðju á móti vindi. Það er rok .

 

49. mín. Valsmenn eiga fyrirgjöf upp með endalínu en Árni Snær lokar markinu vel og ver í horn.

 

46. mín. Skipting. Síðari hálfleikur er hafinn og Skagamenn hafa gert breytingu í leikhléi. Tryggvi Haraldsson kemur inn á fyrir Ásgeir Marteinsson.

 

Það er blankalogn í stúkunni hér á Akranesvelli. Þar hreyfist ekki nokkur hlutur. Lognið er aldrei langt undan hér á Skaganum.

 

45. mín. Þá flautar Jarlinn til hálfleiks. Staðan er 1-0, ÍA í vil.

 

45. mín. Garðar skorar hrikalega laglegt mark en dæmdur rangstæður.

 

43. mín. Nú heyrast fyrstu hvatningaróp Skagamanna. Lúðrablástur og allt. Valsarar taka við sér á ný.

 

42. mín. Fyrstu hvatningaróp dagsins berast úr stúkunni og þau eiga stuðningsmenn Vals. Stóðu þó stutt yfir.

 

40. mín. Garðar tók spyrnuna, lyfti henni yfir vegginn en Anton varði glæsilega í markinu, alveg út við stöng.

 

39. mín. Skagamenn fá aukaspyrnu rétt við D bogann. Þetta verður fróðlegt.

 

33. mín. Valsari fýkur um koll í teig Skagamanna. Stuðningsmenn Vals heimta víti. "Vindur," segir Gunnar Jarl dómari.

 

30. mín. Það er heldur að þyngja til og ef eitthvað er að bæta ívindinni, ætli við fáum rigningu í síðari hálfleik? Spennandi.

 

27. mín. Skagamenn eiga horn en leikurinn tefst aðeins. Netið virðist hafa losnað frá stönginni öðru megin. Hér er rok.

 

25. mín. Mark! Skagamenn eru komnir yfir.
Arnar Már Guðjónsson sér að Anton er helst til framarlega í marki Vals, lætur vaða frá miðjuboganum og svo berst boltinn með vindinum alla leið í netið.

 

21. mín. Það er ekkert um að vera í þessum leik. Það er bara rok. 

 

13. mín. Valsmenn spila sig inn í teiginn og eru komnir einir á móti markmanni en Árni Snær ver í horn úr þröngu færi.

 

11. mín. Óli Valur á frábæran sprett, fer framhjá hverjum Valsmanninum á fætur öðrum en fellur við í teignum, vindurinn hjálpaði honum ekki þar.

 

10. mín. Albert lætur vaða af um 40m færi, menn eru ófeimnir við að láta vindinn grípa boltann.

 

6. mín. Ásgeir Marteins reynir bara skot úr hornspyrnu, lætur vindinn hjálpa sér en maðurinn á nærstönginni skallaði afturfyrir.

 

4. Anton í marki vals sparkar frá marki, vindurinn grípur boltann svo spyrnan drífur aðeins um 30 m frá markinu. Svona verður þetta á móti vindi allan leikinn. Skemmtilegt.

 

Það eru fáir á vellinum og stemningin er ákaflega dauf. Kannski eðlilegt að menn séu lítið spenntir fyrir leik sem engu máli skiptir.

 

2. mín. Dauðafæri Valsmanna. Árni Snær ætlaði að koma út úr teig og vinna boltann en vindurinn greip í hann. Valsmaður kemst upp að endamörkum, skýtur að marki en Darren Lough að mér sýndist bjargaði á marklínu.

 

1. mín. Gunnar Jarl Jónsson blæs í flautuna og leikurinn er hafinn.

 

Hlutkesti hefur verið varpað og Skagamenn leika undan vindi. Valsmenn byrja með boltann.

 

Aldrei hefur áður verið eins tvísýnt og nú hér á Akranesvelli, en kaffið er komið. 10 mín í leik, þetta var farið að vera óþarflega spennandi.

 

Það er að bæta í vindinn ef eitthvað er. Blaðamaður var veðurfræðingur í fyrra lífi og svona lagað finnur hann því á sér. Sem betur fer er alls ekki kalt, það er svona 10 stiga hiti.

 

Hvorugt liðanna hefur að nokkru að keppa í dag, Skagamenn tryggðu sæti sitt í deildinni um síðustu helgi og Valsmenn eru öruggur með Evrópusæti. Það eina sem þeir geta afrekað frekar í sumar er að stela þriðja sætinu af KR. Hefðu sjálfsagt gaman af því.

 

Gamall sjóari hafði samband við mig og benti mér vinsamlega á að skv. kompásnum hans væri vindáttin í raun nær því að vera austsuðaustan en suðaustan. Kann ég honum bestu þakkir fyrir, austsuðaustan skal það vera.

 

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar væru töluvert betri ef vindinnn lægði. Það er töluverður suðaustan strekkingur eftir vellinum endilöngum. Öðrum markverðinum kemur til með að verða kalt á bakinu í fyrri hálfleik, hinum á maganum. Svo skipta þeir í þeim síðari.

 

Byrjunarlið ÍA:

12. Árni Snær Ólafsson (m) 
5. Ármann Smári Björnsson 
8. Hallur Flosason 
9. Garðar Bergmann Gunnlaugsson 
11. Arnar Már Guðjónsson 
14. Ólafur Valur Valdimarsson 
16. Þórður Þorsteinn Þórðarson 
18. Albert Hafsteinsson 
20. Gylfi Veigar Gylfason 
23. Ásgeir Marteinsson 
27. Darren Lough 

 

Byrjunarlið Vals

12. Anton Ari Einarsson (m) 
5. Baldvin Sturluson 
7. Haukur Páll Sigurðsson 
9. Patrick Pedersen 
10. Kristinn Freyr Sigurðsson 
11. Sigurður Egill Lárusson 
14. Gunnar Gunnarsson 
19. Emil Atlason 
20. Orri Sigurður Ómarsson 
21. Bjarni Ólafur Eiríksson 
22. Mathias Schlie 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is