Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2015 04:26

ÍA lagði Val í hífandi roki á Skaganum

ÍA tók á móti Val í 21. og næstsíðustu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á Akranesvelli í dag. Hvorugt liðið hafði að nokkru að keppa fyrir leik, Skagamenn þegar búnir að tryggja sæti sitt í deildinni og Valsmenn í fínum málum í fjórða sæti deildarinnar. Þar að auki var hífandi suðaustan rok sem setti verulega svip sinn á leikinn.

 

Leikurinn fór hægt af stað. Skagamenn höfðu undirtökin undan vindinum, beittu löngum sendingum og Valsmönnum gekk á köflum illa að komast upp völlinn.

 

Arnar Már Guðjónsson kom ÍA yfir upp úr þurru á 25. mínútu. Hann fékk boltann við miðjubogann á vallarhelmingi Vals. Arnar leit upp og sá að markmaður Vals stóð heldur framalega. Hann lét því vaða á markið frá miðjuboganum og boltinn sveif með vindinum alla leið í netið. Fátt fleira markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi 1-0, ÍA í vil.

Valsmenn voru heldur frískari í upphafi síðari hálfleiks, með vindinn í bakið. Kristinn Freyr Sigurðsson var nálægt því að jafna þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiks en skot hans af um 30 m færi skoppaði af þverslánni og yfir.

 

Á 83. mínútu átti Tryggvi Haraldsson góðan sprett fyrir ÍA, geystist upp vinstri kantinn en skot hans hafnaði í stönginni. Þegar næsta gula treyja kom aðvífandi og hugðist ná frákastinu var hún toguð niður í vítateignum. Atferli þetta fór ekki framhjá vökulum augum Gunnars Jarls dómara sem blés í flautu sína og dæmdi vítaspyrnu.

 

Garðar Gunnlaugsson steig á punktinn en þrumaði boltanum í þverslánna og yfir. Lokatölur á Akranesvelli því 1-0, ÍA í vil.

 

Úrslitin þýða að Skagamenn lyfta sér upp í sjöunda sæti deildarinnar með 26 stig, jafn mörg og Fylkir í sætinu fyrir neðan en betri markatölu.

 

Þess ber að geta að FH varð í dag Íslandsmeistari karla í sjöunda sinn eftir sigur liðsins á Fjölni. Þá töpuðu nýliðar Leiknis fyrir KR og elta því Keflvíkinga niður í 1. deildina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is