Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2015 01:53

Styrktartónleikar vina Elísu Margrétar

Elísa Margrét Hafsteinsdóttir, tæplega þriggja ára stúlka ættuð af Snæfellsnesi, fæddist með alvarlegan og sjaldgæfan heilasjúkdóm sem kallast Lissencephaly. Sjúkdómurinn gerir það að verkum að Elísa Margrét er fjölfötluð, þjáist af flogaveiki og lungnasjúkdómum og getur hvorki stjórnað hreyfingum né talað. Hún þarf því stöðuga umönnun allan sólarhringinn. Einungis eru innan við þúsund börn í heiminum með þennan sjúkdóm. Elísa Margrét og foreldrar hennar hafa barist hetjulega við afleiðingar sjúkdómsins allt frá fæðingu hennar. En kostnaður við umönnun fjölfatlaðs barns er gríðarlegur og hafa nú vinir þessarar litlu fjölskyldu tekið höndum saman og efna til styrktartónleika.

 

Foreldrar Elísu Margrétar eru Gyða Kristinsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson.  Þau þarfnast nú tilfinnanlega sérútbúins bíls til að geta farið með dóttur þeirra út af heimilinu án teljandi vandkvæða. Vinir þeirra hafa nú boðað til styrktartónleika sem haldnir verða í Austurbæ í Reykjavík sunnudaginn 6. október næstkomandi og hefjast klukkan 20. Á tónleikunum koma m.a. fram Skítamórall, Áttan, Hreimur og Vignir, MC Gauti, Gunnar Birgisson, Frirðrik Dór auk leynigests. Aðgangseyrir að tónleikunum rennur óskiptur til fjölskyldu Elísu Margrétar.

 

Miðasala á tónleikana í Austurbæ er í gangi á Miði.is.

 

Auk þess getur fólk lagt inn frjáls framlög til styrktar fjölskyldunni á reikning: 0326-22-953 og kt: 510714-0670.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is