Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2015 10:09

Gáfu fyrstu bekkingum merkt endurskinsmerki

Í dag fengu allir 52 nemendur 1. bekkjar Grundaskóla á Akranesi að að gjöf frá skólanum sínum merkt endurskinsvesti. „Með þessu viljum við auka öryggi barnanna og gera þau sýnilegri í umferðinni. Grundaskóli er móðurskóli í umferðarfræðslu og viljum við því ganga á undan með góðu fordæmi. Þetta höfum við gert um hríð og eiga nú öll börn í 1.-6. bekk að eiga vesti frá skólanum. Við hvetjum svo börnin til að nota vestin hvort sem þau eru að koma eða fara í skólann, fara á milli vina eða húsa eftir skóla eða á íþróttaæfingar. Þá er alltaf gott að nota vestin,“ segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri umferðarfræðslu.

 

Hildur Karen hvetur börn til að vera sýnileg í umferðinni en ekki síður ökumenn til að sýna börnum sérstaka aðgæslu. „Börn eru smávaxin og hafa ekki jafngóða yfirsýn og fullorðnir úti í umferðinni. Því er þýðingarmikið að þau sjái vel í kringum sig og sjáist af öðrum. Börn eiga erfitt með að meta fjarlægð, hraða og stærð bíla og úr hvaða átt hljóð berast. Þá eiga börn erfitt með að setja sig í spor annarra og átta sig á hvað ökumenn ætla að gera. Þau fá jafnvel skyndihugdettur sem þau framkvæma. Viðbrögð þeirra byggjast fremur á fljótfærni en skynsemi. Börn sjá einungis smáatriði í umferðinni en ekki aðstæður eða umhverfi í heild og eiga oft erfitt með að einbeita sér nema að einu atriði í einu og aðeins í stutta stund í einu.“

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is