Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2015 02:22

Byrja að bólusetja við inflúensu í næstu viku

Inflúensutímabilið er að hefjast hér á landi og er því orðið tímabært að fara að huga að bólusetningu. Bóluefnið er ekki alltaf eins á milli ára og endist efnið einungis í átta mánuði. Því er mikilvægt að láta bólusetja sig árlega. Alþjóða heilbrigðisstofnun gefur út upplýsingar um hvaða stofnum inflúensu á að bólusetja fyrir ár hvert. Í ár hafa verið fralmleidd þrígild bóluefni gegn inflúensu A og B. „Við mælum með því að allir yfir 60 ára, þeir sem þjást af undirliggjandi sjúkdómum, þungaðar konur og allir þeir sem annast börn, sjúklinga eða aldraða láti bólusetja sig,“ segir Rósa Marinósdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur í Borgarnesi og sviðsstjóri hjúkrunar á heilsugæslusviði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.

„Það eru nokkur fyrirtæki hér á Vesturlandi sem bjóða sínum starfsmönnum upp á bólusetningu, enda kostar það mikið að hafa veika starfsmenn. Það er þó alltaf val starfsmannsins hvort hann láti bólusetja sig. Það hafa margir talað um að þegar þeir láti bólusetja sig sleppi þeir einnig við þessar venjulegu kvefpestir. Það koma þó alltaf pestar sem bóluefnið nær ekki yfir og því getur fólk veikst þó það hafi verið bólusett,“ segir Rósa og bætir því við að ekki séu margir sem finni fyrir aukaverkunum af bólusetningunni en það geti þó alltaf gerst. Í bréfi sem Sóttvarnalæknir sendi frá sér nú á dögunum er áréttað að bólusetning gegn árlegri inflúensu verndar einnig gegn svínaflensu. Þar kemur líka fram að óhætt er að láta bólusetja sig þó að inflúensufaraldur sé hafinn því einungis tekur um eina til tvær vikur að mynda verndandi mótefni eftir bólusetningu. „Það er þó alltaf best að láta bólusetja sig tímanlega. Bólusetning hefst á öllum heilsugæslustöðvum HVE í byrjun október.“ segir Rósa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is