30. september. 2015 09:47
8,4 milljarða króna halli var á vöruskiptum við útlönd fyrstu átta mánuði þessa árs sem þýðir að Íslendingar eyða meiru en þeir afla. Fyrstu átta mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir tæpa 432,3 milljarða króna en inn fyrir rúma 440,6 milljarða króna fob. Á sama tíma árið áður voru vöruskiptin óhagstæð um 5,3 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 3,1 milljörðum króna lakari en á sama tíma í fyrra. Í frétt Hagstofunnar segir að í ágústmánuði hafi verið fluttar út vörur fyrir 47,1 milljarð króna og inn fyrir 48,9 milljarða króna fob sem þýðir að vöruskiptin voru óhagstæð um 1,8 milljarð króna. Í ágúst 2014 voru vöruskiptin hagstæð um 2,3 milljarða króna á gengi hvors árs.