Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2015 11:13

Fjölmenni á fundi um nýgerðan samning við ESB

Í gærkveldi stóðu Búnaðarsamtök Vesturlands fyrir fundi um nýgerðan tollasamning Íslands við ESB. Fundurinn var mjög vel sóttur, húsfyllir á Hótel Borgarnesi, eða um 160 manns víðsvegar af vestanverðu landinu. Þar mátti sjá fulltrúa flestra búgreina enda snerta breytingar á tollamálum allar búgreinar beint eða óbeint. Framsögu höfðu Erna Bjarnadóttir landbúnaðarhagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands sem fór yfir efnisatriði samningsins, Pétur Diðriksson bóndi á Helgavatni sem lýsti sjónarmiðum sínum sem bónda gagnvart samningnum og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem skýrði aðdraganda og eðli samningsins. Eftir framsöguræður voru stuttar ræður og fyrirspurnir og tóku fjölmargir til máls.

 

Að sögn Þórólfs Sveinssonar, sem var annar fundarstjóra, komu fram verulegar áhyggjur fundarmanna af líklegum áhrifum samningsins á íslenskan kjötmarkað og ostamarkaðinn að hluta. „Ráðherra benti á að nú þegar væri flutt inn umtalsvert magn af kjöti og með samningnum væri ætlunin að koma fastari skipan á þau mál. Þá var talsvert gagnrýnt að ekkert samráð hefði verið haft við hagsmunaaðila þegar síðastu samningalotan fór fram. Því var raunar ekki mótmælt. Greinilegt var að menn horfa mjög til þess hvernig nýr búvörusamningur yrði og að hve miklu leyti hann kæmi til móts við framleiðendur. Er þannig staðfest að tollasamningurinn boðar breytingar sem framleiðendur og vinnsluaðilar í landbúnaði þurfa að takast á við og laga sig að,“ segir Þórólfur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is