Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2015 02:02

„Ég vissi ekki að ég gæti verið svona glaður“

Guðmundur Kári Þorgrímsson, sextán ára drengur frá Erpsstöðum í Dölum, hefur heldur betur slegið í gegn á samfélagsmiðlum upp á síðkastið. Hann deildi nýverið myndbandi á Facebook síðu sinni þar sem hann sagði opinskátt frá samkynhneigð sinni á einlægan og skemmtilegan hátt. Þegar þetta var skrifað hafði myndbandið verið skoðað 87.574 sinnum, rúmlega 3.500 höfðu líkað við það og því hafði verið deilt tæplega 700 sinnum. „Ég hefði alveg getað sett inn texta og fólk hefði kannski lesið hann en ég vildi frekar gera þetta svona, mér fannst það meira frá mér. Ég vildi bara að allir vissu þetta og vildi ekki þurfa að segja þetta aftur og aftur,“ segir Guðmundur Kári í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Allir jákvæðir

Guðmundur segir viðbrögðin við myndbandinu hafa komið verulega á óvart. „Ég átti alveg von á því að þetta færi á eitthvað flakk og einhverjir myndu deila því en ég bjóst alls ekki við svona miklum viðbrögðum.“ Í myndbandinu segir Guðmundur að hann sé í raun tvíkynhneigður, en þó meira hrifinn af strákum en stelpum. „Ímyndaðu þér að það séu tuttugu manneskjur sem ég er hrifinn af, þá er svona ein af þessum manneskjum stelpa.“ Hann segist eingöngu hafa fengið góð viðbrögð frá fólki. „Það kom mér líka á óvart, ég bjóst alveg við því að einhver myndi segja eitthvað neikvætt. En viðbrögðin hafa bara verið góð og jákvæð, engin skítakomment,“ segir hann kátur.

 

Sjá nánar Skessuhorn vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is