Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2015 06:01

Getspakir tipparar nældu í þann stóra

Um nokkurra ára skeið hefur á laugardagsmorgnum komið saman á Jaðarsbökkum á Akranesi hópur manna og spáð í fótbolta en einnig heimsmálin hverju sinni. Drukkið er kaffi og borðað bakkelsi frá Brauða- og kökugerðinni. Tilgangurinn er að „tippa“ á enska seðilinn og styrkja um leið Íþróttabandalag Akraness.  Hópurinn sem mætir telur að jafnaði 10-20 áhugasama fótboltakappa. Auk þess er í gangi hópur manna, bæði þeir sem mæta auk fleiri utan sem innan Akraness, sem eru þáttakendur í því sem þeir kalla „Stóra hópnum.“ Meðlimir hans greiða þátttökugjald yfir fimm vikna tímabil og er tippað fyrir þátttökugjaldið. Ýmist eru það umsjónarmenn tippsins sem fylla þann seðlil eða gestatipparar sjá um það. „Það er gaman að segja frá því að í leikviku 37 gerðist það að við fengum „þann stóra“ og var vinningurinn sem Stóri hópurinn fékk rétt rúmlega 1,2 miljónir króna. Mér er bæði ljúft og skylt að geta þess að gestatipparar þá vikuna voru bræður mínir þeir Magnús Daníel og Kristleifur Skarphéðinn,“ segir Einar Brandsson forsvarsmaður tipparanna í samtali við Skessuhorn. 

 

 

Einar segir að öðru hverju, þegar svokallaðir risapottar eru í gangi, þá séu seldir hlutir og fyrir ágóðan af sölunni sé tippað. Umsjónarmenn þessa starfs voru í upphafi Guðlaugur Gunnarsson, Sigmundur Ámundason auk Einars. Í dag sjá Sigmundur og Einar um að halda utanum starfið með góðri aðstoð fastra meðlima. „Þegar menn koma og tippa hjá okkur rennur ákveðin hluti af söluverði seðils til knattspyrnufélagsins okkar,“ segir Einar. Hann bætir því við að í þessari viku byrji nýtt fimm vikna tímabil. „Þeir sem hafa áhuga á að vera með geta haft samband við mig (einarb@skaginn.is) eða Sigmund (sigmundur.amundason@akranes.is).“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is