Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. október. 2015 08:01

Hækkuðu fasteignargjöld af fasteignum sem leigðar eru ferðamönnum

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, greindi frá því á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga síðastliðinn föstudag að starfsfólk Hvalfjarðarsveitar hafi skoðað heimasíður þar sem sumarhús og íbúðir í sveitarfélaginu voru boðnar ferðamönnum til leigu. Í ljós hafi komið að tugir fasteigna stæðu ferðamönnum til boða til lengri eða skemmri tíma. Í kjölfar þessa hafi sveitarfélagið ákveðið að innheimta hærri fasteignagjöld af fasteignum sem leigðar voru ferðamönnum. Sú ákvörðun hafi aukið skatttekjur sveitarfélagsins um nærri 2,5 milljónir króna á ári. Bæði íbúðarhúsnæði og sumarbústaðir falla undir A-hluta fasteignaskatts og álagning Hvalfjarðarsveitar er 0,44% af fasteignamati. Ferðaþjónustumannvirki falla aftur á móti undir C-hluta og álagning á eignir sem falla undir þann hluta eru 1,65% af fasteignamati. Athugun starfsmanna sveitarfélagsins leiddi til þess að álagningarhlutfalltíu fasteigna sem leigðar voru út til ferðamanna var fært úr A í C-hluta um síðustu áramót. Frekari aðgerðir leiddu til þess að eigendur 19 sumarhúsa og íbúða til viðbótar voru látnir vita að til stæði að breyta álagningu á fasteignir þeirra frá 15. ágúst 2015. Náði sú hækkun til tveggja síðustu gjalddaga ársins. Eigendum gafst kostur á að andmæla og fallið var frá hækkunum í einhverjum tilfellum.

 

 

Í ræðu sinni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sagði Skúli að málið snúist ekki einungis um tekjur sveitarfélagsins sem slíkar heldur um sanngirni gagnvart öðrum ferðaþjónustuaðilum sem borgi fasteignagjöld upp á 1,65% óháð því hvernig reksturinn gengur hverju sinni eða hver nýtingin er á fasteignunum.

 

Skúla þykir vanta skýrari heimildir í lög um tímabundna útleigu, þar sem sumir eigendur fasteigna leigi hús sín út í nokkra daga, aðrir vikur eða mánuði og einhverjir jafnvel allt árið um kring. Hann kallar eftir því að regluverk um útleigu og skattlagningu fasteigna sem leigðar eru til ferðamanna verði endurmetið og einfaldað. „Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er bara gert ráð fyrir að maður eigi sína íbúð eða sitt sumarhús og greiði 0,44% fasteignaskatt,“ sagði Skúli í samtali við Skessuhorn. „Á þeim tíma sem fólk leigir út fasteignir sínar eigi samkvæmt lögum hins vegar að greiða 1,65% fasteignaskatt. Það er sem sagt ekki gert ráð fyrir því í lögunum að fasteignir séu í tímabundinni útleigu til ferðamanna, þetta er því líka réttlætismál fyrir fasteignaeigendur þar sem væri eðlilegt að 1,65% fasteignagjöld ættu eingöngu við það tímabil sem bústaðir þeirra eru leigðir út. Við munum auðvitað ekki fara að telja dagana sem fasteignir eru í útleigu en það vantar eitthvert viðmið fyrir sveitarfélög að fara eftir þegar leiga til ferðamanna er tímabundin. Á meðan þetta er óbreytt verðum við að fara eftir þeim lögum sem í gildi eru,“ segir hann.

 

Skúli segir að öll sveitarfélög á landinu hafi fengið leiðbeiningu og hvatningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til að ráðast í aðgerðir sem þessar. „Við hjá Hvalfjarðarsveit höfum þegar ráðist í þessar aðgerðir, mörg fleiri sveitarfélög eru komin af stað og önnur eru í þann mund að hefja sambærilegar aðgerðir hjá sér. Þetta er réttlætismál fyrir alla sem hlut eiga að máli,“ segir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is