Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2015 11:01

Líf og fjör í Hreyfiviku í Borgarbyggð

Líkt og um allt land voru viðburðir í Borgarbyggð í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ vikuna 21. til 27. september. Á Hvanneyri var leikjatími í Íþróttahöllinni þar sem farið var í leiki og börnum kennt boccia. Einnig var farið í fjölskyldugönguferð þar sem rúmlega 50 manns mættu, á öllum aldri. Nemendur í Hvanneyrardeild GBF hlupu Norræna skólahlaupið þar sem allir nemendur skólans tóku þátt og hlupu samtals 122,5 km. Í Borgarnesi voru opnar æfingar í sundi þar sem yngri krakkarnir léku sér með blöðrur í lauginni. Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi bauð frítt í sund og þrek alla virka morgna í Hreyfivikunni. Einnig buðu knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild Skallagríms upp á vinaviku þar sem allir iðkendur máttu bjóða með sér vin á æfingu. Á Kleppjárnsreykjum var opin æfing í blaki hjá blakdeild Hvanna á mánudegi og miðvikudegi. Borgfirðingar hafa verið duglegir að taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ síðan verkefnið hófst árið 2012.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is