Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. október. 2015 09:01

Ýmis óhöpp í umferðinni í vikunni sem leið

Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvun við akstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið.

Alls urðu sjö umferðaróhöpp í umdæminu. Á Akranesi varð árekstur á gatnamótum þar sem biðskylda var ekki virt, minni háttar skemmdir urðu á ökutækjum. Í öðru tilviki var ekið á ljósastaur sem ökumaðurinn hafði ekki tekið tímanlega eftir. Ökumaðurinn slapp án teljandi meiðsla en draga þurfti bifreiðina stórskemmda í burtu og ljósastaurinn bognaði nokkuð. Við Akrafjall missti ungur ökumaður bifreiðina útaf og ofaní skurð, ökumaður og fjórir farþegar sluppu þar með skrekkinn. Á Laxárdalsheiðinni í Dölum sluppu fimm erlendir ferðamenn án teljandi meiðsla er þeir misstu bílaleigubíl sinn útaf veginum í lausamöl.  Kranabíll frá Borðeyri var fenginn til að ná bílnum þeirra upp á veginn aftur. Þá misstu erlendir ferðamenn bifreið sína útaf veginum á norðanverðri Vatnaleiðinni og fór bifreiðin nokkrar veltur.  Ökumaðurinn meiddist á öxl og var fluttur á sjúkrahús. Árekstur varð milli þriggja bíla, við tilraun tveggja ökumanna, á sama tíma, til framúraksturs á þjóðveginum við Svignaskarð síðdegis á sunnudaginn.  Einn málsaðilinn, erlendur ferðamaður, sá ekki ástæðu til að stöðva eftir áreksturinn og ræða við hina ökumennina og hélt hann för sinni áfram. Hafðist upp á honum vestur á Snæfellsnesi þar sem hann var tekinn tali og honum gerð grein fyrir því að svona hagaði maður sér ekki hérlendis. Einn ökumanna hlaut lítilsháttar meiðsli og var hann fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.  Töluverðar skemmdir urðu á ökutækjum en þau voru þó ökufær.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is