Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2015 09:57

Frumvarp um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru

Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Um endurflutning frumvarpsins er að ræða þar sem ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess á síðasta þingi. Frumvarpið felur í sér að gerð sé heildstæð áætlun til 12 ára sem felur í sér stefnumörkun vegna uppbyggingar innviða í náttúru Íslands. svo sem göngustíga, palla, göngubrúa, áningarstaða, merkinga, salerna o.fl. Er markmiðið að samræma og forgangsraða tillögum um slíka uppbyggingu og viðhaldi ferðamannasvæða, ferðamannastaða og ferðamannaleiða á Íslandi með náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. „Þetta er mikilvægt til að hafa yfirsýn yfir þau verkefni sem þarf að vinna, skilgreina fjárþörf, forgangsraða verkefnum, fylgja á eftir framkvæmdum, tryggja hagkvæmni og vinna að skilgreiningu nýrra svæða sem þarf að gæta að. Gert er ráð fyrir að áætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu á þriggja ára fresti. Samhliða landsáætluninni verða unnar þriggja ára verkefnaáætlanir sem kveða nánar á um útfærslu og forgangsverkefni á hverjum tíma. Landsáætlunin verður sú fyrsta sinnar tegundar sem ætlað er að marka stefnu um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum til verndar náttúru til lengri tíma,“ segir í tilkynningu frá ráðuneyti umhverfismála.

 

Hér má sjá frumvarpsdrögin í heild.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is