Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. október. 2015 02:01

Þjálfari ráðinn til blakliðs UMFG

Ungmennafélag Grundarfjarðar gekk á dögunum frá ráðningu á nýjum blakþjálfara fyrir kvennalið félagsins. Það er Jóhann Eiríksson sem tekur við liðinu en hann er búsettur í Ólafsvík og á að baki nokkra landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur meðal annars spilað fyrir KA í efstu deild karla og er reyndur blakari þrátt fyrir ungan aldur en Jóhann er fæddur 1993.

Ungmennafélag Grundarfjarðar lék sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna í Mizunodeildinni í blaki þegar konurnar tóku á móti sterku liði Þróttar úr Reykjavík í gær. Þróttur varð í fimmta sæti í Mizunodeildinni í fyrra og var því fyrirfram talið sigurstranglegra liðið gegn nýliðum Grundarfjarðar. Leikur liðanna var spennandi en fór þó þannig að Þróttur vann oddahrinu og lauk viðureigninni með 3:2 sigri gestanna. Mikil stemming var í íþróttahúsi Grundarfjarðar en fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í húsið að styðja stelpurnar í þessum fyrsta leik í efstu deild. Þeirra bíður nú það verkefni í næstu umferð að etja kappi við Íslandsmeistara Aftureldingar í íþróttahúsinu að Varmá.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is