Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. október. 2015 08:08

Slumma flakkar á milli bæja og heimsækir fólk

Svo lengi sem elstu menn muna hafa móðurlaus lömb að vori fengið það hlutskipti að verða heimalningar á bæjum. Verða lömb þessi spök og hænd að mannfólkinu og leika sér jafnvel við heimilishundana. Oft verða gimbralömb sem þessi eigendum sínum svo kær að þeim er gefið líf að hausti en flytja þá saman við annað fullorðið fé í fjárhúsunum. Í Samtúni í Reykholtsdal var í vor móðurlaust lamb tekið í fóstur af mannfólkinu. Fékk gimbrin nafnið Slumma, kannski af því hún svar frekar lítil og óásjáleg af lambi að vera. Slumma fékk gott atlæti hjá Helgu Björg og Gunnari í Túni, sem er hús í Samtúnslandi í jaðri Kleppjárnreykjahverfisins.

 

Þegar fólkið í Túni fór í sumarfrí í júní báðu þeir húsráðendur í Hátúni að fóðra Slummu fyrir sig. Hændist hún mjög að góðu atlæti Sigrúnar og Steina í Hátúni og fór hún fljótt að banka á svalahurðina og láta skírt í ljós að hún væri svöng. Fékk hún þá brauð, annað nasl og að sjálfsögðu mjólkursopa. Í dag er Slumma eins og ungt fólk er gjarnan sem nýlega er farið að búa, fer í mat hjá foreldrunum þar sem best í matinn hverju sinni.

Slumma er nefnilega búin að uppgötva að eftir því sem hún er vinalegri og ber sig aumlegar, uppsker hún samkvæmt því. Þessi litla félagsvera hefur því tekið upp á sitt einsdæmi að flakka á milli bæja, gerir sig heimakomna og sníkir viðurgjörning áður en rölt er á næstu bæi.

 

Eftir að skólinn byrjaði á Kleppjárnsreykjum í haust hefur hún nokkrum sinnum gengið á hljóðið þegar börnin hafa verið úti í leik í frímínútum. Er vel látið af Slummu, hún fær klapp og jafnvel nammi, eins og eplið sem Guðjón íþróttakennari er að gefa henni á einni myndinni. Nú er rætt um að innrita Slummu í skólann en ekki búið að ákveða hvaða bekk hún fer í. Líklega þarf hún þó sérkennslu af því hún er jú dálítill sauður.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is