Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. október. 2015 09:01

Áhugafólk um ferðaþjónustu hittist á Akranesi

Annað kvöld, þriðjudag, ætla áhugamenn um ferðaþjónustu á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit að hittast og ræða málin. Það er Hilmar Sigvaldason vitavörður í Akranesvita sem stendur fyrir fundinum. „Viðbrögðin hafa verið góð, mér sýnist á öllu að það verði góð mæting. Mig langar að safna saman þeim sem starfa við ferðaþjónustu á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit og að við tölum okkur betur saman sem erum í þessum bransa. Bæði þau sem eru í veitingabransanum, gistingunni og öðru. Ferðaþjónustan byggir nefnilega ekki bara á þessum atriðum, þetta tengist svo mörgu öðru, meðal annars list, bókaútgáfu og fleiru. Þetta er svo vítt svið,“ segir Hilmar. Hann segist vera fullviss um að Akranes og Hvalfjörður eigi eftir að verða mjög vinsælir viðkomustaðir ferðamanna enda á milli tveggja stórra markaðssvæða. „Við höfum Reykjavík í suðri og Borgarfjörð og Snæfellsnes í norðri. Akranes er stærsta sveitarfélagið á Vesturlandi og við þurfum að gera okkur sýnilegri en við höfum gert undanfarið.“

 

Hilmar segir að þetta verði vonandi fyrsti fundur af mörgum en til stendur að aðilar hittist í framhaldinu nokkrum sinnum á ári. „Menn þurfa að tala saman og framkvæma hlutina. Að vinna í því sem hægt er að gera í stað þess að vandræðast yfir því sem ekki er hægt að gera. Þetta er eins og Hannibal Hauksson fyrrum ferðamálafulltrúi sagði; samkeppnisaðili okkar er útlönd en ekki hvort annað. Ég held að við vinnum betur ef við stöndum saman sem heild í ferðaþjónustunni.“

 

Fundurinn verður haldinn á Vitakaffi þriðjudaginn 6. október kl. 19:45 og eru allir velkomnir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is