Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. október. 2015 10:01

Ellen Calmon endurkjörin formaður ÖBÍ

Aðalfundur  Öryrkjabandalags Íslands var haldinn síðastliðinn laugardag. Í framboði til formanns voru Ellen Calmon, ADHD samtökunum og Guðjón Sigurðsson, MND félaginu á Íslandi. Ellen var endurkjörin formaður bandalagsins til tveggja ára meðð 88 atkvæðum. Guðjón hlaut 22 atkvæði og 3 atkvæði voru auð. Halldór Sævar Guðbergsson, Blindrafélaginu, var sjálfkjörin varaformaður til eins árs þar sem annað framboð var dregið til baka. Bergur Þorri Benjamínsson, Sjálfsbjörg lsf., var sjálfkjörin gjaldkeri  til eins árs. Þess skal getið að kosið var eftir nýjum lögum ÖBÍ sem samþykkt voru á aðalfundi bandalgsins 2014.

Kosið var til allra embætta að þessu sinni.

Kosið var um formenn í fimm málefnahópa og sitja þeir formenn einnig í stjórn bandalgsins. Þau eru:

Formaður málefnahóps – Kjaramál. María Óskarsdóttir, Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra

Formaður málefnahóps – Aðgengi. Grétar Pétur Geirsson, Sjálfsbjörk slf.

Formaður málefnahóps – Heilbrigðismál. Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra

Formaður málefnahóps - Atvinnu- og menntamál. Hjördís Anna Haraldsdóttir, Félag heyrnarlausra

Formaður málefnahóps - Sjálfstætt líf. Rúnar Björn Herrera, SEM samtökin

 

Þá voru kosnir 11 stjórnarmenn í einni kosningu og réði atkvæðafjöldi hvaða fjórir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára og hverjir sjö til eins árs. Í framboði voru 18 fulltrúar. Stjórnarmenn til tveggja ára eru (röð stjórnarmanna samkvæmt atkvæðamagni): Svava Aradóttir, FAAS, Svavar Kjarrval Lúthersson, Einhverfusamtökunum, Maggý Hrönn Hermannsdóttir, Geðhjálp og Árni Heimir Ingimundarson, Málbjörg - félagi um stam. Jafnframt voru 7 af 11 manna stjórninni kosnir til eins árs. Þau eru: Erna Arngrímsdóttir, SPOEX, Kristín Björnsdóttir, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Daníel Ómar Viggósson, CP félagið, Ægir Lúðvíksson, MND félagið á Íslandi, Garðar Sverrisson, MS-félag Íslands, Karl Þorsteinsson, Ás styrktarfélag og Emil Thoroddsen, Gigtarfélagi Íslands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is