Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2015 08:01

Fjöliðjan í Borgarnesi verður flutt í Brákarey

Frá því Fjöliðjan í Borgarnesi var stofnsett um aldamótin síðustu hefur starfsemin verið til húsa í gömlu slökkvistöðinni við Kveldúlfsgötu 2b. Nú hefur Borgarbyggð hins vegar selt það húsnæði og til stendur að Fjöliðjan verði flutt út í Brákarey, í húsnæði sem áður hýsti kjötvinnsluna í Borgarnesi.

Að sögn Helga Guðmundssonar, verkstjóra Fjöliðjunnar í Borgarnesi, hefur þegar verið hafist handa við að lagfæra húsnæðið og áætlað er að Fjöliðjan verði flutt inn 1. desember næstkomandi. „Það fer reyndar eftir því hvernig gengur að lagfæra húsnæðið en það hefur verið miðað við að við verðum flutt inn um mánaðamótin nóvember-desember. Það gæti auðvitað breyst, þessi dagsetning er fyrst og fremst gefin upp til viðmiðunar,“ segir Helgi.

Alls starfa um 15 manns hjá Fjöliðjunni og munu báðar deildir hennar flytja alla starfsemi sína út í Brákarey. „Hæfingin verður þar sem matsalur kjötvinnslunnar var áður og nú síðast morgunkornsframleiðsla. Umbúðamóttakan og afgreiðslan því viðkomandi verður þar sem áleggspökkunin var,“ segir hann. „Við flytjum þarna í húsnæði sem er rúmbetra en það sem við vorum í áður og þjónar okkar starfsemi betur,“ bætir Helgi við.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is