Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2015 06:01

Baggabandið með útgáfutónleika

Hljómsveitin Baggabandið er að gefa út sína fyrstu plötu sem hlotið hefur nafnið „Landið mitt.“ Af því tilefni mun sveitin halda útgáfutónleika laugardaginn 10. október kl. 21:30 á Gamla Gauk í Reykjavík. Baggabandið samanstendur af tónlistarmönnum úr ýmsum áttum og fremstur í flokki er Sigurður Óli Ólason, bóndi á Lambastöðum á Mýrum. Hann sér um sönginn. Hljóðfæraleikarar bandsins eru þeir Ásmundur Jóhannson (trommur), Brynjar Páll Björnsson (bassi), Steinþór Guðjónsson (gítar og söngur), Tómas Jónsson (hljómborð og söngur) og Elvar Örn Friðriksson (kassagítar og söngur). Þeir hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Þar má má nefna hljómsveitir á borð við Jón Jónsson, Fjallabræður, Perlu, Dusty Miller og Múgsefjun. Á laugardagskvöld mun Baggabandið fá góða gesti upp á svið. Það eru Jens Hansson (saxafónn), Magnús Magnússon (Slagverk), Brynhildur Oddsdóttir (gítar og söngur) og Halldór Gunnar Pálsson (gítar). Tónlist Braggabandsins fjallar um blákaldan íslenskan veruleikann og er tónlistarstíllinn fjölbreyttur. Þar má nefna reggí, rokk og allt þar á milli.

 

Fréttatilk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is