Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2015 08:01

Á fjórða tug útskrifuðust úr raunfærnimati

Nýlega útskrifaði Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi 33 konur úr raunfærnimati af þjónustubraut. Flestar þeirra voru af Vesturlandi en fjórar af Vestfjörðum. Verkefnið var unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Borgarholtsskóla og var hluti af tilraunaverkefninu „Menntun núna“ sem snýst um aukna menntun í Norðvesturkjördæmi. Raunfærnimat í þjónustugreinum náði til ófaglærðs starfsfólks sem starfar á leik- eða grunnskólum, eða við félagslega þjónustu svo sem umönnun aldraðra og fatlaðra. Metið var inn á leikskólaliðabraut, stuðningsfulltrúabraut og félagsliðabraut. Matið tekur til námsáfanga þar sem konurnar hafa áunnið sér reynslu, þekkingu og hæfni við sín störf.

Það var Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi, sem stýrði verkefninu og alls komu níu kennarar að matinu. Í heildina fengust 975 einingar metnar, mest voru þær 42 hjá einstaklingi en minnst 18 einingar. Mikill meirihluti þeirra sem fóru í raunfærnimatið stundar nú dreifnám til starfsréttinda í Borgarholtsskóla.

„Við erum ákaflega hreyknar af verkefninu og öllum þátttakendunum. Þetta er með stærri verkefnum sem við höfum tekist á við og líklega er þetta eitt stærsta raunfærnimat sem framkvæmt hefur verið á landinu,“ segir Guðrún Vala. „Auk þess sem þetta auðveldar þessum konum að setjast á skólabekk þá kemur þetta í veg fyrir að þær þurfi að leggja stund á nám sem þær kunna nú þegar,“ bætir hún við. Á döfinni hjá Símenntunarmiðstöðinni er raunfærnimat í skrifstofugreinum og matartækni, auk þess sem verið er að skoða forsendur og undirbúa raunfærnimat í búfræði. Guðrún Vala bendir áhugasömum á að hafa samband við Símenntunarmiðstöðina til að fá nánari upplýsingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is