Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2015 09:56

Húsfyllir á Minningartónleikum Lovísu Hrundar

Minningartónleikar Lovísu Hrundar Svavarsdóttur voru haldnir í Bíóhöllinni á Akranesi mánudaginn 5. október, en þann dag hefði Lovísa orðið tvítug. Hún lést í hörðum árekstri á Akrafjallsvegi 6. apríl 2013 þegar ölvaður ökumaður, sem kom úr gagnstæðri átt, ók í veg fyrir bíl hennar.

 

Þjóðlagasveit Akraness, Ylfa og Hallur, Jón Jónsson og Low Roar léku fyrir troðfullri Bíóhöll auk þess sem Jóhannes Kr. Kristjánsson flutti hugvekju. Ólafur Páll Gunnarsson var kynnir á tónleikunum, sem jafnframt voru sendir út í beinni útsendingu á netinu. Alls fylgdust hvorki meira né minna en 2600 manns með útsendingunni þegar mest var.  

Allir listamenn, skipuleggjendur og þeir sem komu að minningartónleikunum með einum eða öðrum hætti gáfu vinnu sína og allur ágóðinn af tónleikunum rann til Minningarsjóðs Lovísu Hrundar. Tilgangur hans er að stuðla að fræðslu og forvörnum gegn akstri ökutækja undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

 

Alls söfnuðust yfir 1.300.000 kr. í tengslum við tónleikana og afmælisdag Lovísu. Innkoma af tónleikunum sjálfum skiptist niður í 752.500 kr. í miðakaupum og 296 þúsund krónum í frjálsum framlögum með millifærslum. Þá safnaði Nemendafélag FVA 41 þúsund krónum með vöfflusölu í skólanum á tónleikadeginum. Fyrirtæki á Akranesi styrktu einnig málefnið og söfnuðust 220 þúsund krónur með þeirra frjálsu framlögum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is