Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2015 04:00

Megináhersla verður lögð á stöðugar framfarir leikmanna

„Ég kem frá Salamanca sem er borg í norðvesturhluta Spánar, um það bil 250 km vestur af Madrid og 100 km frá landamærunum að Portúgal,“ sagði Manuel Rodriguez, þjálfari kvennaliðs Skallagríms, þegar blaðamaður heimsótti hann í íþróttamiðstöðina í Borgarnesi í síðustu viku. Eins og Skessuhorn greindi frá í sumar ákvað körfuknattleiksdeild Skallagríms að endurvekja meistaraflokk kvenna eftir tveggja ára hlé og mun liðið leika í 1. deild Íslandsmótsins á komandi vetri. Skömmu síðar var tilkynnt að Manuel hefði verið ráðinn þjálfari liðsins, en síðast þjálfaði hann lið Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni. Auk þess hefur hann gegnt stöðu aðstoðarþjálfara í spænsku úrvalsdeildinni, stýrt liðum í Evrópudeildinni, þjálfað háskólalið í heimalandinu og starfað við þjálfun yngri landsliða Spánar.

 

Aðspurður um tildrög þess að hann tók við liði Skallagríms segir hann að atburðarásin hafi verið nokkuð undarleg. „Síðasta tímabil hjá Solna var dálítið skrítið. Félagið átti í fjárhagserfiðleikum og skipt var um stjórn á miðju tímabili. Ég var mjög ánægður þar en eftir tímabilið ákvað nýja stjórnin að framlengja ekki samninginn við mig,“ segir Manuel. „Í sumar fór ég því heim og byrjaði að leita að nýju liði en vegna efnahagserfiðleika á Spáni fékk ég ekki mörg tilboð. Svo einn daginn hefur vinur minn samband, sem þekkir til víða í Evrópu og bendir mér á að á Íslandi sé lið sem myndi henta mér fullkomlega. Það heiti Skallagrímur og ætli að keppa í deildinni fyrsta sinn í tvö ár. Mér fannst það strax spennandi og eftir að hafa rætt við mann frá félaginu ákvað ég að slá til, fara til Íslands og upplifa nýtt ævintýri.“

 

Nánar er rætt við Manuel Rodriguez, sem og aðra þjálfara meistaraflokksliða í körfunni á Vesturlandi, í Skessuhorni vikunnar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is