Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2015 02:50

ÍA tekur stefnuna á úrvalsdeildarsæti

ÍA leikur í 1. deild karla í körfubolta í vetur eftir að hafa fallið út í úrslitakeppninni um laust sæti í úrvalsdeild undanfarin tvö ár. Skessuhorn ræddi við Áskel Jónsson, annan tveggja spilandi þjálfara liðsins, sem segir stefnuna tekna á úrvalsdeildarsæti að ári, hvort sem það verði í gegnum úrslitakeppnina eða fyrsta sætið, sem gefur sjálfkrafa sæti í efstu deild. Að sögn Áskels hefur liðið ekki gengið í gegnum miklar mannabreytingar frá síðasta leiktímabili. Leikstjórnandinn Zachary Warren hvarf af braut og í stað hans er kominn Sean Tate. Magnús Bjarki Guðmundsson mun leika með Stjörnunni í vetur, en hann lék með ÍA á venslasamningi á síðasta keppnistímabili. Þá standa vonir til að Skagamaðurinn Jón Orri Kristjánsson geti leikið með liðinu á komandi vetri, en hann lék síðast með Stjörnunni í úrvalsdeildinni í fyrra.

 

„Það er gott að það sé sami kjarninn og undanfarin ár. Þetta lítur ágætlega út, kjarninn í liðinu er á góðum aldri, allir í kringum 28 ára aldurinn og flestir leikmenn búnir að spila saman í langan tíma. Jón Orri mun styrkja liðið og það er því vonandi að okkur takist að komast upp úr deildinni í ár,“ segir Áskell. Hann telur að einna helst vanti liðinu aukna breidd en bætir því við að það sé einna helst vegna æfinganna. Nokkrir leikmenn vinni vaktavinnu eins og hann sjálfur og þegar þannig standi á geti komið upp að æfingar séu heldur fámennar. „Það eru þreifingar í leikmannmálum þessa dagana, verið að athuga hvort hægt sé að fá leikmenn til dæmis á venslasamningi. En það er óvíst hvernig það fer, ekkert hægt að segja til um það ennþá,“ segir Áskell.

 

Rætt er við Áskel og aðra meistaraflokksþjálfara í körfuboltanum á Vesturlandi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is