Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2015 04:05

Síldveiðar hafnar í Breiðafirði

Haustvertíðin á íslensku sumargotssíldinni er hafin við Vesturland. Ásgrímur Halldórsson SF hefur í dag landað um 250 tonna afla í heimahöfn sinni Hornafirði. Hann fékkst í flotvörpu eftir fjögurra tíma hol í Jökuldýpi út af Snæfellsnesi. Mikill spærlingur mun hafa verið sem meðafli í þessum farmi. Ekki var mikið að sjá af síld á miðunum. Skipverjar á Ásgrími Halldórssyni munu hafa leitað síldar víða um Breiðafjörð, meðal annars í grennd við Kolgrafafjörð. Fátt sást til síldar þar. Að minnsta kosti tvö önnur skip hafa byrjað síldveiðar í Breiðafirði. Það eru Vilhelm Þorsteinsson EA og Jóna Eðvalds SF en fáum sögum fer af aflabrögðum þeirra enn sem komið er. Helst horfa menn vonaraugum til þess að klófesta síldina í Kolluál eða Jökuldýpi.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is