Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2015 09:01

Ungu fólki hjálpað til fótfestu á vinnumarkaði að nýju

Símenntunarmiðstöðin á Vesturalndi tekur þátt í Evrópuverkefni sem nefnist „Teaching Entrepreneurship-Learning Entrepreneurship, en verkefnið er til þess hugsað að styðja við bakið á ungu fólki sem ýmist hefur hætt í framhaldsskóla, er án atvinnu eða af öðrum ástæðum á erfitt með að fóta sig á vinnumarkaði. Verkefnið snýst um að fólk í þessari stöðu uppgötvi nýjar leiðir til árangurs, sýni frumkvæði og nýti sköpunarkraftinn sem í því býr. Fjögur lönd, auk Íslands taka þátt í verkefninu, en það eru Rúmenía, Lettland, Spánn og Þýskaland.

Símenntunarmiðstöðin, í samvinnu við Vinnumálastofnun á Vesturlandi, hefur staðið fyrir a.m.k. 15 frumkvöðlasmiðjum fyrir atvinnuleitendur síðustu ár. Við kennslu í þessum smiðjum hefur skapast ákveðin þekking á kennsluaðferðum sem við hjá Símenntun miðlum áfram í þessu verkefni. Í smiðjunum vorum við fyrst og fremst að að vinna með hugarfar þátttakenda, þ.e. að horfa til þess hvernig mætti virkja frumkvöðlakraftinn, ýta undir frumkvæði hjá einstaklingnum og fá þá til að sjá tækifærin í nærumhverfinu sem gæti mögulega skapað þeim atvinnu.

 

 

Við vorum með fimm daga vinnusmiðju í síðustu viku fyrir samstarfsaðilana í verkefninu, alls 16 manns. Þátttakendurnir komu m.a. frá menntastofnunum og nýsköpunarmiðstöðvum í þessum löndum og fengu innsýn inn í hvernig við höfum háttað kennslunni í þessum smiðjum og eins erum við að læra af þeim. Þetta er yfirfærsla þekkingar í báðar áttir.

 

Fulltrúar þessa landa eiga síðan að vera með sambærilega vinnusmiðju á næstu mánuðum, hver í sínu landi, fyrir fólk á aldrinum 16-30 ára. Við erum mjög spennt að sjá hvernig til tekst, en fulltrúar þessarra landa í verkefninu munu síðan hittast í Lettlandi í maí til að miðla af reynslunni. Ein af afurðum verkefnisins verður handbók sem byggir á aðferðafræðinni sem er þróuð er í verkefninu.

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is