Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2015 10:01

Uppbygging framundan á Akranesi

Töluverð uppbygging virðist vera á Akranesi ef marka má fundargerðir hjá Akraneskaupstað undanfarnar vikur. Þar má sjá að byggingalóðum hefur verið úthlutað við ýmsar götur í Skógarhverfi. Engilbert Runólfsson og Uppbygging ehf. hafa fengið úthlutað lóðum við Asparskóga 27 og 29 og umsókn Jóns Bjarna Gíslasonar og Eðallagna ehf. um byggingarlóð að Akralundi 1, 2 og 5 hefur einnig verið samþykkt. Þá stendur til að byggja við Blómalund 2-4 og Baugalund 20 en nýverið var sótt um breytingu á báðum byggingareitum.

 

Auk þess hefur fyrirtækið Grenjar ehf. stefnt að byggingu nokkurra parhúsa í Skógarhverfi, eins og áður hefur komið fram í Skessuhorni. Fyrirtækið óskaði eftir deiliskipulagsbreytingu í hverfinu, þar sem nokkrum lóðum yrði breytt í parhúsalóðir. Við Blómalund stendur til að breyta tveimur parhúsalóðum og einni raðhúsalóð við Blómalund í fjórar parhúsalóðir, fjórum fjölbýlishúsum við Akralund 8 - 14 verði breytt í parhúsalóðir og að sex einbýlishúsalóðum við Baugalund verði breytt í fjórar parhúsalóðir. Bæjarráð óskaði eftir áliti skipulags- og umhverfisráðs á fundi sínum í lok júlí um fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu og tók skipulags- og umhverfisráð vel í þessar hugmyndir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is