Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2015 06:01

Verið er að hanna nýtt amtsbókasafn í Stykkishólmi

Til stendur að reisa nýtt amtsbókasafni í Stykkishólmi. Verður það sambyggt grunnskólanum að vestanverðu og að sögn Sturlu Böðvarssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi, er miðað við að viðbyggingin verði 550 fm á einni hæð. „Gert er ráð fyrir að skólabókasafnið, amtsbókasafnið og ljósmyndasafn Stykkishólms verði hýst í þessu húsnæði,“ segir Sturla. Þessa dagana er unnið að hönnun húsnæðisins og til stendur að bjóða verkið út í byrjun næsta árs. Kostnaður við byggingu nýs amtsbókasafns liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Enn hefur ekki verið gerð kostnaðaráætlun, en það kemur í ljós þegar búið verður að móta þetta í megindráttum,“ segir Sturla og bætir því við að sala núverandi húsnæðis amtsbókasafnsins gangi upp í kostnað við byggingu þess nýja. Áður hefur verið gert ráð fyrir stækkun grunnskólans að austanverðu sem átti að hýsa tónlistarskóla, matsal, handmenntakennslu og fleira.

Að sögn Sturlu var búið að fullhanna þá stækkun árið 2010 þegar framkvæmdin var slegin af. „Við erum jafnframt að vinna að, þótt það fari hægar, endurmati á þeim áformum. En eins og er þá gerum við ekki ráð fyrir að það fari af stað fyrr en við sjáum fyrir endann á að geta selt húsnæðið sem tónlistarskólinn er í núna. Það hangir allt saman. Rétt eins og sala á núverandi húsnæði amtsbókasafnsins gengur upp í byggingu þess nýja mun sala á tónlistarskólanum ganga upp í byggingu nýs tónlistarskóla, þessarar viðbyggingar austanmegin grunnskólans,“ segir Sturla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is