Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2015 12:01

Mr. Skallagrímsson snýr aftur á afmælisári Landnámsseturs

Fastur liður hvers hausts hjá menningarhúsum hvers konar er að kynna viðburði komandi vetrar. Landnámssetrið í Borgarnesi er þar engin undantekning, en í gegnum árin hafa þar verið sett upp fjölmörg verk, stór og smá. Blaðamaður Skessuhorn hitti Kjartan Ragnarsson forstöðumann yfir kaffibolla í Landnámssetrinu og spjallaði við hann um dagskrá vetrarins á afmælisári setursins.

 

„Það sem stendur algerlega upp úr er að við erum að fara inn í tíunda starfsárið. Að því tilefni erum við búin að fá Benedikt Erlingsson til að taka upp sýninguna Mr. Skallagrímsson sem hann sýndi hér með miklum „sökksess“ á sínum tíma,“ segir Kjartan, en Mr. Skallagrímsson var einmitt fyrst sýnt á vígsludegi Landnámssetursins vorið 2006. Verkið var valið besta leikrið á Grímuverðlaununum 2007, Benedikt besti leikari í aðalhlutverki og besti leikritshöfundurinn. Alls gengu sýningar í fjögur ár og urðu um 300 talsins. Endurfrumsýning Mr. Skallagrímsson verður föstudaginn 30. október næstkomandi og tvo næstu daga er áætlað að sýna verkið einnig. „Það fer algerlega eftir undirtektum áhorfenda og hversu mikinn tíma Benedikt hefur hvað það verða margar sýningar, en við vonum að það verði töluvert í vetur. Það væri því best að drífa sig sem allra fyrst að kaupa miða til að missa ekki af þessu,“ segir Kjartan.

 

Ítarlega er rætt við Kjartan í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is