Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2015 12:39

Konur hækka flugið á Kvenfélagasambandsþingi

Kvenfélagasambands Íslands heldur 37. landsþing sitt á Hótel Selfossi dagana 9. – 11. október næstkomandi. Samband sunnlenskra kvenna er gestgjafi landsþingsins. Yfirskrift þess er “Hækkum flugið - kosningaréttur kvenna í eina öld.” Á þinginu koma kvenfélagskonur saman til skrafs og ráðagerða um störf sín í kvenfélögunum.  Einnig verða fyrirlesarar sem hvetja konur til góðra verka – og að hækka flugið.

 

Auk hefðbundinna þingstarfa verður opin dagskrá laugardaginn 10. okt. þar sem allir eru velkomnir kl. 13:00 – 14:40. Þá verða fluttir fyrirlestrar í takt við þema þingsins og verða pallborðsumræður á eftir. „Konur eru hvattar til að fjölmenna og bjóða dætrum sínum, systrum, vinkonum og nágrannakonum til að koma á Hótel Selfoss laugardaginn 10. október á opna hluta þingsins til að hlýða á fjölbreytt erindi og umræður í ljósi yfirskriftar þingsins,“ segir í tilkynningu.

Um 170 konur af öllu landinu eru skráðar á þingið. Öll kvenfélög á landinu eiga rétt á að senda fulltrúa á landsþingið með atkvæðisrétt en þingið er opið fyrir allar kvenfélagskonur sem hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað árið 1930 sem sameiningar og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu. Innan KÍ starfa um 170 kvenfélög í 17 héraðs- og svæðasamböndum. Á undaförnum árum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, tugir milljóna á ári hverju, runnið til og hinna ýmsu menningar- og líknarstofnana og annarra samfélagsverkefna. Landsþing KÍ er æðsta vald sambandsins og er haldið á 3ja ára fresti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is