Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2015 02:20

Slagsíða er á ríkisfjárjöfnuði Vesturlands

Í dag kom út hagvísir um störf á vegum ríkisins á Vesturlandi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Hagvísirinn byggir á talningu sem framkvæmd var síðast 2013.

 

Í niðurstöðum segir eftirfarandi um störf á vegum ríkisins á Vesturlandi:

 

•             Voru 818,56 veturinn 2015.

•             Voru þá færri á hvern íbúa á Vesturlandi en á höfuðborgarsvæðinu.

•             Fækkaði um 22,69 (2,7%) á Vesturlandi á milli áranna 2013 og 2015 og um 2 ef þetta er reiknað á hverja 1.000 íbúa.

•             Fækkaði mest á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis eða um 46,48 (21%) sem helst verður rakið til þriggja framhaldsskóla og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.

•             Fjölgaði mest á vegum Velferðarráðuneytisins eða um 28,72 (7%) sem kemur aðallega til vegna hjúkrunar- og Dvalarheimila sem ríkið og sveitarfélögin reka reyndar saman.

•             Fækkaði mest í Borgarbyggð (14,4), í Stykkishólmsbæ (6,6) og í Grundarfjarðarbæ (5,5).

•             Fjölgaði mest á Akranesi (2,6), í Dalabyggð (1,6) og í Snæfellsbæ (0,5).

•             Fækkaði hlutfallslega mest í Skorradalshreppi (39%), þá Grundarfjarðarbæ (12%) og síðan í Borgarbyggð (8%) þegar stuðst var við stöðugildi á hverja 1.000 íbúa.

•             Fjölgaði bara í Snæfellsbæ (4%) og í Dalabyggð (1%) þegar stuðst var við stöðugildi á hverja 1.000 íbúa.

•             9% allra ríkisstarfa eru unnin af íbúum utan Vesturlands og flest í Borgarbyggð (53) en hlutfallslega flest í Skorradalshreppi (50%).

•             Slagsíða er á ríkisfjárjöfnuði Vesturlands og virðist hún geta numið allt að 30%. Þá er átt við að á Vesturlandi er 70% ráðstafað af því fjármagni sem rennur í hann þaðan.

 

Nánar er fjallað um slagsíðu á ríkisfjárjöfnuði í Skessuhorni vikunnar.

 

Hagvísinn í heild má finna á þessari vefslóð:

 http://ssv.is/Files/Skra_0072556.pdf

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is