Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2015 10:16

Listamenn á ferð um landið og gera við reiðhjól

Glöggir vegfarendur í Snæfellsbæ hafa eflaust tekið eftir tveimur hjólreiðamönnum með aftanívagna sem verið hafa á ferðinni að undanförnu. Þetta eru þó engir venjulegir hjólreiðamenn. Þeir Adam Masters og Salomon Anaya koma báðir frá Los Angeles í Bandaríkjunum og eru á ferðinni umhverfis landið á reiðhjólum sínum. Gera þeir góðverk með að bjóða íbúum á hverjum stað upp á viðgerðir á reiðhjólum. Hugmyndin að ferðinni kviknaði árið 2011 þegar Adam hitti gamlan vin sinn og listamann Salomon og enduðu þeir á Flateyri þar sem þeir voru að vinna að tveimur verkefnum, en þeir eru báðir listamenn og miklir áhugamenn um hjólreiðar. Salomon er listaverkasali að atvinnu og Adam vinnur sem hjólaleiðsögumaður og ferðast með hjólahópa til fjölda landa.

 

 

Á hverjum morgni þegar þeir félagar voru á leiðinni til vinnu sáu þeir hóp barna á hjólum. Sáu þeir jafnframt að hjólin voru í misgóðu ástandi. Fengu þeir þá hugmynd að koma aftur til Íslands og þá með það að markmiði að gera við hjól fyrir börn þeim að kosnaðarlausu og verða þeim hvatning til að halda áfram að hjóla. Þennan draum sinn hafa þeir nú látið rætast og verða á ferðinni um Ísland allan októbermánuð. Til að geta látið drauminn rætast hófu þeir söfnun þar sem vinir, ættingar og aðrir hétu á þá til að hægt yrði að fjármagna ferðina. Komu þeir komu með allskyns varahluti í reiðhjól með sér sem þeir draga svo á eftir sér á reiðhjólunum og er farangurinn ekki léttur, en hvor um sig dregur um það bil hundrað kíló. Þeir ferðast á sem ódýrastan máta og reyna að fá ódýra gistingu. Fengu þeir til dæmis fría gistingu í Frystiklefanum í Rifi gegn því að mála herbergið sem þeir fengu að hafa til afnota til að geta gert við hjólin innandyra fyrir börnin í Snæfellsbæ. Voru þeir mjög þakklátir fyrir það og sögðu ómetanlegt að geta sofið inni eftir að hafa hjólað allan daginn úti í haustveðrinu á Íslandi.

 

Þegar ljósmyndari Skessuhorns hitti þá að máli í gær var í nógu að snúast við hjólaviðgerðir í Frystiklefanum og mörg hjól sem búið var að koma með til viðgerðar. Halda þeir áfram í dag við viðgerðirnar. Fannst þeim sérstaklega skemmtilegt að Kristinn Jónasson bæjarstjóri hafði komið með hjól í viðgerð. Þeir gáfu sér þó tíma til að spjalla, voru upp með sér af athyglinni, og sögðust hlakka til framhaldsins. Þeir stefna nú á að verða komnir hringinn um landið 30. október en þá ætla þeir að halda sýningu í Reykjavík á listaverkum sem þeir ætla að búa til í ferðinni. Þeir vildu einnig þakka fyrir hlýjar móttökur og langaði að koma á framfæri að ef einhvern langaði að bjóða þeim gistingu á einhverjum af viðkomustöðunum væri það frábært.

 

Næsti viðkomustaður þeirra félaga er Stykkishólmur áður en þeir halda á Vestfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is