Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. október. 2015 10:33

Fyrrum skólameistari bar ráðningar undir skólanefnd

"Í frétt á síðu 14 í Skessuhorni 7. október sl. og á vef Skessuhorns í gærkvöldi, er sagt frá brottrekstri Hafliða Páls Guðjónssonar úr stöðu aðstoðarskólameistara við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Í fréttinni er það haft eftir Reyni Þór Eyvindssyni formanni skólanefndar að ráðning Hafliða nú í sumar hafi verið án samráðs við skólanefnd og ekki rengi ég það. En það er einnig haft eftir Reyni Þór að fyrrverandi skólameistarar hafi ekki borið ráðningar í stöðu aðstoðarskólameistara undir nefndina. Sé þetta rétt eftir honum haft þá hefur hann trúlega ekki kynnt sér málið, því ráðning aðstoðarstjórnenda í minni tíð var í góðu samráði við skólanefndarmenn.

Ég var skólameistari frá 2011 til 2014 og í ágúst 2011 réð ég aðstoðarskólameistara. Ég sendi öllum skólanefndarmönnum afrit af umsóknum sem bárust um starfið þann 3. ágúst 2011. Ég kallaði nefndina á fund um ráðninguna daginn eftir, þann 4. ágúst. Einnig ráðfærði ég mig við nefndina þann 12. ágúst sama ár vegna ráðningar áfangastjóra.

Eftir þetta réð ég einu sinni aðstoðarskólameistara tímabundið þegar sá sem ég réð 2011 fór í námsorlof á miðju ári 2014. Ég greindi skólanefnd frá fyrirhugaðri ráðningu á fundi 4. mars 2014 og bar val mitt á umsækjanda undir þáverandi formann nefndarinnar, Dagbjörtu Guðmundsdóttur, áður en ég gekk frá ráðningu. Þar sem aðeins var um tímabundna afleysingu að ræða var ekki haldinn sérstakur skólanefndarfundur um málið.

 

Kær kveðja,

Atli Harðarson"

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is