Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. október. 2015 12:04

Ráðherra mun hitta skólameistara á mánudaginn

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun á mánudaginn eiga fund með Ágústu Elínu Ingþórsdóttur skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í skólanum. Í viðtali sem birtist við ráðherrann í Morgunblaðinu í dag segist hann vilja vinna með skólameistaranum og öðrum að því að leysa úr þeim vanda sem virðist vera kominn upp í skólanum. Eins og komið hefur fram í frétt Skessuhorns, og síðar annarra fjölmiðla í kjölfarið á undanförnum dögum, eru töluverð átök innan skólans og er hluti starfsfólks ósáttur við starfshætti og stjórnun skólameistarans. Stjórnsýslulegt vald yfir skólanum er í höndum menntamálaráðherra og hefur skólanefnd að því er virðist takmarkaða aðkomu að innri málefnum skólans, enda skólameistari skipaður af ráðherra. Ágreiningur hefur verið innan skólans um stjórnunarhætti allt frá því núverandi skólameistari tók við starfi um áramót. Hámarki náði óánægja starfsfólks í liðinni viku þegar aðstoðarskólameistara var sagt upp störfum, án undangenginnar viðvörunar. Lögmaður fráfarandi aðstoðarskólameistara hyggst kalla eftir rökstuðningi og væntanlega í framhaldinu kæra ólögmæta uppsögn.

 

Starfsfólk Fjölbrautaskóla Vesturlands hafa í tvígang skrifað ráðuneytinu bréf vegna innri mála í skólanum. Í gær var ráðherra sent síðara bréfið þar sem efnislega kemur fram að starfsandinn í stofnuninni sé orðinn verulega slæmur og flestir telji skólameistara um að kenna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is