Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. október. 2015 01:14

Beiðni um deiliskipulagsbreytingu tekin fyrir á morgun

Helgi Már Halldórsson hjá Ask arkitektum hefur sótt um breytingu á deiliskipulagi á Breiðarsvæðinu á Akranesi fyrir hönd HB Granda. Um er að ræða breytingu sem felst í því að HB Grandi hyggst sameina undir eitt þak og stækka starfsemi fiskþurrkunar Laugafisks við Breiðargötu. Fjallað verður um erindið á bæjarstjórnarfundi á Akranesi á morgun. Þá má geta þess að á dagskrá Kastljóss í Ríkissjónvarpsins í kvöld verða málefni fiskþurrkunar Laugafisks á Akranesi til umræðu og þau neikvæðu áhrif sem hluti bæjarbúa telur að starfsemin hafi.

Í maí síðastliðnum var haldinn fjölmennur íbúafundur á Akranesi um stækkun Laugafisks þar sem bæjarbúar fengu að heyra milliliðalaust hverjar hugmyndir fyrirtækisins væru um fyrirhugaða stækkun. Þar fengu fulltrúar Akraneskaupstaðar einnig tækifæri til að heyra sjónarmið íbúa áður en lengra væri haldið í ferlinu en kvartað hefur verið undan mikilli ólykt frá vinnslunni, þá helst í nágrenni við verksmiðjuna.

 

Fulltrúar íbúa hafa látið hafa það eftir sér að þeir treysti ekki að úrbætur í mengunarvörnum komi í veg fyrir áframhaldandi ólykt frá starfseminni. Á íbúafundinum lögðu samtökin Betri byggð á Akranesi fram spurningalista vegna fyrirhugaðrar stækkunar fyrirtækisins og hefur Akraneskaupstaður nú svarað þeim spurningum. Svörin eru birt sem fylgiskjal með fundargerð bæjarráðs Akraneskaupstaðar frá 29. september síðastliðnum. Í þeim kemur meðal annars fram að leyfisveiting og eftirlit vegna starfsemi fyrirtækis eins og Laugafisks sé á hendi heilbrigðiseftirlits í hverju umdæmi fyrir sig. Þá kemur einnig fram að ekki liggi fyrir nein ákvörðun um hver afgreiðsla umsóknar HB Granda verður um beiðni um stækkun Laugafisks.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is