Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. október. 2015 02:45

Nýr fiskmarkaður brátt opnaður í Ólafsvík

Nú er í undirbúningi stofnun nýs fiskmarkaðar í Ólafsvík. Hann fær nafnið Fiskmarkaður Snæfellsbæjar og verður Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri. Friðbjörn sagði í samtali við Skessuhorn að stofnun Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar hafi vafið utan á sig á mjög skömmum tíma og nú þegar séu fjórir útgerðaraðilar hluthafar sem afla alls um fjögur þúsund tonn. „Það er öllum sem eiga útgerð velkomið að gerast hluthafar og viðbrögð sem við höfum þegar fengið lofa góðu,“ segir Friðbjörn. Hann segir að ef vel gangi muni Fiskmarkaður Snæfellsbæjar einnig stofna útibú á Rifi.

Fiskmarkaður Snæfellsbæjar hefur keypt 300 fermetra húsnæði við Snoppu og er þessa dagana unnið að breytingum á húsnæðinu til að laga það fyrir starfsemina. „Við stefnum á að opna eftir einn mánuð,“ segir Friðbjörn. „Við teljum að þetta sé góð þróun fyrir bæjarfélagið að fá samkeppni. Við höfum metnað fyrir samfélaginu og er öll samkeppni af hinu góða. Einnig er þetta góð þróun fyrir útgerðirnar okkar.“ Friðbjörn bætir því við að hann vilji nota tækifærið og þakka öllum þeim góðu iðnaðarmönnum á svæðinu sem koma að þessum breytingum fyrir vinnu og dugnað.

 

Í stjórn Fiskmarkaðs Snæfellsæjar eru Þorsteinn Bárðarson sem er stjórnarformaður, Heiðar Magnússon, Sigurður Jónsson og varamenn eru Brynja Mjöll Ólafsdóttir, Bárður Guðmundsson og Ásbjörn Óttarsson.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is