Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2015 09:01

Unnið að frumsömdum leikverkum í Frystiklefanum

„Það verða sólótónleikar með Högna úr Hjaltalín laugardaginn 17. október og vikuna eftir, föstudaginn 23. október, verða svo tónleikar með Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar. Sennilega munu svo ein eða tvær hljómsveitir koma hingað í tengslum við Iceland Airwaves tónlistarhátíðina og halda „off venue“ tónleika,“ sagði Kári Viðarsson, í Frystiklefanum í Rifi og handhafi Eyrarrósarinnar, þegar Skessuhorn sló á þráðinn til hans nýverið.

 

Undanfarna tvo mánuði hefur Kári dvalið í Danmörku þar sem hann kenndi meðal annars kúrs við danskan listaháskóla sem gestakennari. Nú er hann hins vegar kominn heim og byrjaður að leggja drög að dagskrá vetrarins. „Í desember verður frumsýnt hér nýtt verk eftir mig, byggt á Fróðárundrunum, draugasögu sem gerist hér rétt utan við Ólafsvík. Þannig að þetta verður svona draugaleikrit og við ætlum að hefja æfingar á því núna um miðjan október,“ segir Kári. „Auk þess að sýna þetta nýja verk í desember geri ég ráð fyrir að halda jólatónleika. Enn á þó eftir að koma í ljós með hvaða sniði þeir verða,“ bætir hann við.

Þegar litið er fram yfir áramót segir Kári að dagskráin sé ekki fullmótuð. Mögulega setji hann MAR upp að nýju en það sé ekki ákveðið. „Það kemur leikhópur frá Suður-Afríku í heimsókn og setur upp sýningu í vor. Svo dettur alltaf eitthvað inn,“ segir hann en bætir því við að hann ætli að einbeita sér að skrifum í vetur og undirbúa frumsýningar næsta sumars. „Samhliða sýningunni sem verður frumsýnd í desember mun ég vinna í því að búa eitthvað til og ætla að frumsýna eitt eða tvö verk næsta sumar. Sumrið verður alveg svakalegt. Planið er að vera með fjórar til fimm leiksýningar í gangi í hverri viku í júní, júlí og ágúst. Nú fer í hönd mikil undirbúningsvinna fyrir það,“ segir Kári.

 

Aðspurður segir hann að vel hafi gengið í Frystiklefanum undanfarið ár. „Það gekk rosa vel í sumar. Það voru alltaf gestir og eru enn og þetta var ótrúlega skemmtilegt. En þetta er svona það sem er í gangi þessa dagana í Frystiklefanum. Undirbúningur fyrir komandi frumsýningu og næsta sumar er í fullum gangi. En ég þykist vita að tónleikarnir með Jónasi Sig og Ritvélunum 23. október verði geggjaðir. Mikið „sjóv“ og mikið fjör. Það er algjör hvalreki að fá bæði Jónas Sig og Högna hingað,“ segir Kári Viðarsson að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is