Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2015 11:01

Nemendur MB í samskiptum við Svía

Nýverið fór hópur nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar ásamt kennurum í heimsókn í NFU menntaskólanum í Svedala á Skáni. Í frétt á vef skólans segir um vinatengslin:


„NFU á í samstarfi við MB en þetta er í fyrsta sinn sem nemendur úr Borgarnesi heimsækja Svíana. Ferðin er hluti af verkefninu „From Egill Skallagrímsson to frontline science“ sem felur í sér ýmis verkefni og heimsóknir. Sem dæmi má nefna heimsókn í víkingaþorpið í Fótavík eða Foteviken á sama tíma og gerðar voru eðlisfræðitilraunir á tilraunastofu skólans í Svedala. Þá var næst-elsta safn heims í Lundi sótt heim, fræðst um blóðbaðið í Torup og sjálfbæra samfélagið í Vesturhöfninni í Malmö skoðað. Einnig var áhugaverð heimsókn í Sysav, sem er hin skánska Sorpa. Þar er 99% alls sorps endurunnið. Ferðinni lauk síðan með heimsókn í vísindamiðstöðina í Lundi.  Ásamt því að vinna að ýmsum fræðandi verkefnum nutu nemendur dvalarinnar og skemmtu sér vel. Í mars næstkomandi er svo von á hópi nemenda frá NFU í Borgarnes til að halda verkefninu áfram.“

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is