Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2015 02:17

Sáralitlar loðnuveiðar heimilaðar í vetur að óbreyttu

Afar lítið fannst af loðnu í bergmálsmælingaleiðangri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar í leiðangri sem fór fram dagana 16. september til 4. október. Leitað var loðnu á hefðbundnum slóðum í sundinu milli Vestfjarða og Austur Grænlands, á landgrunninu norður með Austur Grænlandi og á landgrunninu út af Norðurlandi allt austur að Melrakkasléttu. Engin loðna fannst út af Norðurlandi en víða út af ströndum Austur Grænlands. Lóðningar voru þó yfirleitt fremur gisnar. Aðstæður til mælinga voru á tíðum erfiðar vegna illviðis og hafíss á nyrsta leitarsvæðinu.

 

 

Lítið fannst af ókynþroska loðnu og segir Hafrannsóknastofnun að samkvæmt því horfi til þess að óbreyttu að loðnuveiðar verði alfarið bannaðar veturinn 2016/2017 þar sem hrygningarstofinn þá verði svo lélegur. Lítið fannst einnig af kynþroska loðnu. Miðað við aflareglu er ljóst að heildar loðnukvóti á komandi vetrarvertíð 2015/2016 verður aðeins 44.000 tonn. Sá kvóti mun ekki breytast til aukningar nema meira af loðnu finnist í næsta mælingarleiðangri Hafrannsóknarstofnunar í janúar og febrúar á næsta ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is