Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2015 08:01

Sverfir til stáls í lokakeppni Íslandsmótsins í Rallý

Næstkomandi laugardag fer fram fimmta og síðasta umferð ársins í Íslandsmótinu í rallý. Eknar verða fjórar sérleiðir í nágrenni Langjökuls, þ.e. á Skjaldbreiðarvegi og Kaldadal, og má búast við hörku keppni þar sem staða í Íslandsmótinu er mjög jöfn í öllum flokkum. Til leiks eru skráðar tíu áhafnir og er ljóst eftir dramatík síðustu tveggja umferða að búast má við miklum átökum. Þannig tókst einungis helmingi þátttakenda að ljúka síðustu keppni þar sem m.a. Skjaldbreiðarvegur reyndist mönnum erfiður.

 

Íslandsmeistararnir frá í fyrra, Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson, leiða á heildarmótinu, en einungis ein áhöfn hefur möguleika á að ná þeim að stigum. Eru það systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn sem mæta á nýinnfluttum, öflugum bíl í þessa keppni og ætla sér sigur. Öruggt má telja að þessar áhafnir muni berjast um verðlaunasæti í keppninni en Baldri og Aðalsteini nægir 6. sæti á laugardaginn til að hampa Íslandsmeistaratitlinum, þó Daníel og Ásta sigri. Í jeppaflokki eru efst til Íslandsmeistara feðginin Sighvatur Sigurðsson og Anna María. Skammt á hæla þeim eru þeir Þorkell Símonarson og Þórarinn K. Þórarinsson Eru báðar áhafnir skráðar til leiks og öruggt að hvorug mun gefa sekúndu eftir í baráttunni. Í flokki bíla án túrbínu leiða Baldur Hlöðversson og Hanna Rún Ragnarsdóttir Íslandsmótið en fast á eftir þeir eru hjónin Ólafur Þór Ólafsson og Tinna Rós Vilhjálmsdóttir. Ætlun þeirra var einungis að taka þátt í einni keppni á árinu sér til ánægju og yndisauka en árangurinn varð slíkur að þau mæta til leiks enda komin í hörku baráttu. 

 

Hægt verður að fylgjast með upplýsingum um keppnina og úrslitum á heimasíðu Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, www.bikr.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is