Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2015 03:57

Ensku húsin hljóta viðurkenningu Vakans

Ensku húsunum við Langá á Mýrum hlotnaðist á dögunum viðurkenning Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar á Íslandi. Fyrirtækið er um leið fyrsti gististaðurinn á Vesturlandi sem tekinn er inn í gæðakerfið. Ensku húsin er fyrirtæki sem hefur verið rekið af sömu fjölskyldu um rúmlega hálfrar aldar skeið, fyrst sem veiðihús við Langá en í seinni tíð sem gistiheimili. Nú eru 20 herbergi í tveimur fallegum húsum sem voru byggð fyrir aldamótin 1900. Gistireksturinn er allt árið um kring en auk þess hafa Ensku húsin opinn veitingastað yfir sumartímann. Húsið Lambalækur er einnig undir hatti Ensku húsanna. Húsið sjálft stóð upphaflega uppi í Galtarholti sem íbúðarhús. Það var síðan flutt, endurgert og opnað sem gistihús árið 2004 af Ragnheiði Jóhannesdóttur og Stefáni Ólafssyni.

 

 

„Það er búið að vera skemmtilegt ferli að ganga í gæðakerfið Vakann. Það þurfa allir verkferlar að vera í lagi og allar áætlanir að standast og vera til staðar. Þetta er alls 300 atriða listi sem gengur til stiga. Við stóðum okkur greinilega mjög vel í þessu og komumst í fjögurra stjörnu gistiheimili án þess að þurfa að gera gagngerar breytingar hvorki varðandi rekstur eða húsnæði. Auk þess að fá fjórar stjörnur á skalanum eitt til fimm þá erum við fyrsti gististaðurinn á Vesturlandi sem tekinn er inn í þetta gæðakerfi Vakans,” segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir. Hún og maður hennar Hjörleifur Stefánsson reka Ensku húsin í dag. Anna Dröfn segir að þau leitist við að ráða til sín starfsfólk af svæðinu. „Við höfum verið mjög heppin og ánægð með okkar fólk. Þetta er frábært teymi. Þau hafa staðið sig vel að ná þessum áfanga með okkur og við erum þakklát fyrir þeirra framlag. Við teljum þetta fjöður í hattinn fyrir okkur öll.”

Markmiðið með Vakanum er að efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Ferðamálastofa hefur leitt vinnuna við Vakann sem er verkefni sem hefur verið unnið í náinni samvinnu við Samtök Ferðaþjónustunnar, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálasamtök Íslands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is