Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2015 06:14

Óskað verður eftir frekari upplýsingum vegna fiskþurrkunar

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum síðdegis í dag að óska eftir ítarlegri gögnum frá HB Granda varðandi áform fyrirtækisins um stækkun fiskþurrkunar Laugafisks á Breið á Akranesi. Þau gögn þurfi að berast áður en bæjarstjórn tekur afstöðu til þess hvort farið verði í breytingaferli á deiliskipulagi á athafnasvæði fyrirtækisins á Neðri Skaga. Þær breytingar myndu meðal annars fela í sér að HB Granda yrði leyft að fara í viðamiklar breytingar og stækkun á fiskþurrkun Laugafisks á Akranesi. Heildarvinnslugeta að framkvæmdum loknum yrði þannig á bilinu 500 til 600 tonn á viku. Núgildandi starfsleyfi Laugafisks á Akranesi hljóðar upp á 170 tonna framleiðslu á viku að hámarki. Þeirri starfsemi hefur fylgt meiri lyktarmengun en margir íbúar telja sig geta sætt sig við.

 

 

Bæjaryfirvöld leituðu á dögunum álits Ívar Pálssonar lögfræðings í skipulagsmálum, vegna erindis skipulags- og umhverfisráðs Akraness eftir að HB Grandi hafði sótt um breytingu á deiliskipulagi þeirra lóða sem hýsa fiskþurrkun fyrirtækisins á Breiðargötu 8, 8A og 8B. Það var þetta erindi skipulags- og umhverfisráðs sem tekið var fyrir á bæjarstjórnarfundi síðdegis í dag. Bæjarfulltrúar samþykktu ályktun Ólafs Adolfssonar formanns bæjarráðs þess efnis að HB Granda yrði gert að skila inn fyllri gögnum um vinnsluaðferðir og annað við þurrkun fisks, áður en bæjarstjórn gæti tekið ákvörðun um að setja ferli um breytingu deiliskipulags í gang, eða hafnaði erindinu.

 

Lögfræðingur Akraneskaupstaðar telur ráðlegt að kallað verði eftir ítarlegri upplýsingum frá fyrirtækinu um möguleg áhrif starfseminnar og búnað og aðferðir sem gert er ráð fyrir að nota við vinnsluna til að lágmarka grenndaráhrif. Þar er einkum horft til lyktarmengunar sem íbúar á Akranesi hafa kvartað sáran undan, eins og þekkt er orðið. Sjö bæjarfulltrúar samþykktu þessa tillögu, en tveir sátu hjá við afgreiðslu málsins í dag, þær Valdís Eyjólfsdóttir Sjálfstæðisflokki og Ingibjörg Pálmadóttir Framsóknarflokki og óháðum. Meðfylgjandi mynd var tekin við atkvæðagreiðsluna.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is