Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2015 06:01

Rannsakar hina sterku hefð fyrir körfubolta í Borgarnesi

"Ég er náttúrulega mikill stuðningsmaður Skallagríms. Pabbi spilaði lengi með liðinu á níunda áratugnum og mamma var í stjórn. Bróðir minn er spilandi aðstoðarþjálfari og systir mín spilaði lengi. Sjálfur fékk ég ekki þessa sömu hæfileika, ég er meira bara í fræðunum,“ segir Halldór Óli Gunnarsson léttur í bragði. Hann vinnur nú að meistaraverkefni í hagnýtri menningarmiðlun. „Þegar kom að vali á lokaverkefni langaði mig að gera eitthvað sem tengdist Borgarnesi og þetta finnst mér eiga mjög vel við,“ bætir hann við, en viðfangsefni þess er saga körfuknattleiksfélags Skallagríms.

Halldór segir verkefnið hafa mælst vel fyrir meðal heimamanna, hann hafi rætt við fjölda fólks sem þekki söguna og orðið margs vísari. „Upphaf körfuboltans í Borgarnesi má rekja aftur til ársins 1958 þegar Guðmundur Sigurðsson flytur hingað og byrjar að kenna í grunnskólanum. Hann hafði lært körfubolta í Kennaraháskólanum. Hann kemur strax á fót skipulögðum æfingum í gamla íþróttasal grunnskólans og skömmu síðar bæjarkeppnum, þar sem keppt var við Snæfellinga og fleiri,“ segir Halldór. „Skallagrímur kemst svo fyrir alvöru á kortið í íslenskum körfubolta aðeins sex árum síðar þegar kvennaliðið verður Íslandsmeistari 1964,“ bætir hann við.

 

Lesa má ítarlegt viðtal við Halldór Óla í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is