Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2015 09:01

Unnur og Ármann valin best á lokahófi ÍA

Lokahóf knattspyrnufélags ÍA var haldið laugardaginn 10. október síðastliðinn. Fengu fjölmargir leikmenn viðurkenningu fyrir frammistöðu sína á undangengnu sumri. Bar þar hæst val á bestu og efnilegustu leikmönnum meistaraflokkanna.

Unnur Ýr Haraldsdóttir og Ármann Smári Björnsson voru valin bestu leikmennirnir, en þau eru bæði fyrirliðar meistaraflokks. Unnur Ýr var einnig valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna að mati stuðningsmanna en af körlunum töldu stuðningsmenn markvörðinn Árna Snæ Ólafsson bestan. Efnilegust voru valin Aníta Sól Ágústsdóttir og Albert Hafsteinsson. Tryggvi Haraldsson var valinn besti leikmaður annars flokks karla og Arnór Sigurðsson efnilegastur. Helgi Jónsson fékk Kiddabikarinn sem fyrirmyndarleikmaður ársins. Í öðrum flokki kvenna var Aldís Ylfa Heimisdóttir valin best en Sandra Ósk Alfreðsdóttir efnilegust. Þá hlaut Alexandra Bjarkadóttir TM-bikarinn að launum sem fyrirmyndarleikmaður ársins.

 

 

Að lokum voru leikmönnum veittar viðurkenningar fyrir fjölda leikja undir merkjum félagsins. Garðar Gunnlaugsson hefur leikið 200 leiki með ÍA, Eggert Kári Karlsson, Ólafur Valur Valdimarsson og Árni Snær Ólafsson 150. Hallur Flosason, Birta Stefánsdóttir og Unnur Ýr Haraldsdóttir hafa öll fyllt hundrað leiki fyrir félagið. Hafliði Breiðfjörð Jóhannsson var valinn besti dómarinn, Helgi Ólafsson verðmætastur og Helgi Sigurðsson efnilegastur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is