Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2015 01:07

Stefnt að útgáfu á sögu Borgarness vorið 2017

Eins og Skessuhorn hefur greint frá áður stendur yfir ritun á sögu Borgarness. Hófst vinnan í ársbyrjun 2014 og var áætlað að gefa hana út í mars 2017 þegar 150 ár verða liðin frá því að Borgarnes varð löggiltur verslunarstaður. Egill Ólafsson, sagnfræðingur og blaðamaður, vann að rituninni en eftir skyndilegt fráfall hans í janúar síðastliðnum var Heiðar Lind Hansson, einnig sagnfræðingur og blaðamaður, ráðinn til verksins.

Að sögn Heiðars var í upphafi gert ráð fyrir því að sagnaritari skilaði af sér handriti í lok þessa árs en útlit er fyrir að það tefjist um nokkra mánuði vegna lokafrágangs á texta og myndaöflun. Frá byrjun hafi legið fyrir að á næsta ári verði unnið að frágangi og öðrum undirbúningi fyrir prentun. Allt útlit sé því fyrir að saga Borgarness komi út á 150 ára afmæli bæjarins í mars 2017, eins og áætlað var í upphafi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is