Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2015 03:01

Torfi Lárus á leið í aðgerð í nóvember

Torfi Lárus Karlsson er 18 ára Borgnesingur og nemandi á þriðja ári í Menntaskóla Borgarfjarðar. Hann er yngstur fimm systkina og býr heima hjá Sigurbjörgu Ólafsdóttur móður sinni við Berugötu í Borgarnesi. Torfi Lárus fæddist með sjaldgæfan sjúkdóm sem lýsir sér með ofvexti í sogæðum og veldur bólgum í vefjum sem þenjast út. Hann var mikið veikur sem barn og í raun var ekki ljóst í fyrstu hvað hægt væri að gera fyrir hann þegar hann fæddist. Sogæðaæxli teljast góðkynja æxli þar sem þau vaxa aðeins staðbundið en dreifa sér ekki. Æxlið er staðsett á efri hluta líkamans; í brjóstkassa, hægri hendi og vinstri upphandlegg. Nú setur Torfi Lárus stefnuna á ferð til Boston í Ameríku og á Childrens hospital mun hann gangast undir enn eina aðgerðina þar sem tekið verður meira af hægri hendi. Sjálfur kveðst hann hlakka til ferðarinnar og að fá aðgerðina framkvæmda því þyngd handarinnar sé farin að há honum mikið. Nú sé þar að auki auðveldara fyrir hann að fara út þar sem hann er orðinn altalandi á ensku og því hægara með öll samskipti við lækna og hjúkrunarfólk.

 

 

Stóran hluta ævi sinnar hefur Torfi Lárus dvalið á spítala. Hann lá inni á vökudeild Landspítalans fyrstu mánuðina en fór í sína fyrstu aðgerð til Boston sex mánaða gamall. Þessi aðgerð var löng og erfið, tók rúmlega sólarhring. Síðan hefur Torfi farið í fjölmargar aðgerðir til Boston til að draga úr eða fjarlægja ofvöxtinn. Síðast dvaldi Torfi í Boston árið 2007 þar sem hann gekkst undir þrjár aðgerðir. Áætlað var árið 2004 að hendin vægi um fimm kíló og hefur þyngdin valdið hryggskekkju og bakverkjum og minna pláss er fyrir lungun. Þarf hann því að vera tengdur súrefni á nóttunni. Æxlið er mest á hægri hendinni og hefur hún stækkað með honum. Nú hyggjast læknarnir taka höndina af fyrir ofan olnboga til að létta frekar á bakinu, skilja eftir stúf fyrir létta gervihendi, einskonar greip. Aðgerðin verður framkvæmd 9. nóvember næstkomandi en Torfi og Sigurbjörg móðir hans fara utan 2. nóvember og hefst þá undirbúningur lækna og rannsóknir. Heimkoma er áætluð í lok nóvember, en það fer þó eftir batanum að aðgerð lokinni. Þegar heim verður komið tekur við endurhæfing og sjúkrahússvist í Reykjavík í einhverjar vikur. Í byrjun næsta árs stefnir Torfi Lárus svo á að halda áfram náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar.

 

Styrktarreikningur

Þar sem Torfi Lárus er nú orðinn 18 ára greiða sjúkratryggingar ekki kostnað aðstandanda við utanferðina né vinnutap. Þetta er því fjárhagslega þungur baggi fyrri fjölskylduna. Stofnuð hefur verið styrktarsíða af þessum sökum, er á Facebook undir „Torfi Lárus styrktarsíða“.

 

Þeir sem vilja styrkja fjölskylduna geta lagt inn á reikning í nafni Torfa Lárusar. Nr. 0326-13-110166 kt. 290497-2219. Í þessu sem mörgu öðru gildir að margt smátt gerir eitt stórt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is