Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2015 06:01

Smiðjan tekur til starfa í Ólafsvík

Á næstu vikum tekur Smiðjan til starfa á nýjum stað í Ólafsvík og um leið eykst umfang starfseminnar. Smiðjan er dagþjónusta og vinnustofa fyrir fatlaða með skerta starfsgetu. Verður Smiðjan til húsa á Ólafsbraut 19 þar sem sparisjóðurinn var áður til húsa. Í Smiðjunni verður veitt aðstoð við að fá og halda vinnu á almennum vinnumarkaði hluta úr degi eða hluta úr viku, með eða án stuðnings. Í Smiðjunni verður endurnýting höfð í hávegum. Hlutir verða endurnýttir og seldir á vægu verði. Innkoman verður lögð í sameiginlegan sjóð sem nýttur verður til að auka lífsgæði þeirra sem þar starfa svo sem með að sækja námskeið á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands.

 

 

Gunnsteinn Sigurðsson umsjónarþroskaþjálfi segir í samtali við fréttaritara Skessuhorns að Smiðjan taki við ýmsum efnivið til endurnýtingar. Nefnir hann kertaafganga, tóm sprittkerti, allt lím, gömul föt, umslög með frímerkjum á, gleraugu, áldósir, garnafganga, glerkrukkur, málningarafganga, alskyns saumadót og margt fleira. Gunnsteinn biður íbúa endilega að hugsa til Smiðjuna með slíka hluti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is