Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2015 10:32

Grundfirðingar endurvekja meistaraflokk karla í körfuknattleik

Meistaraflokkur karla í körfuknattleik hefur verið endurvakinn í Grundarfirði eftir rúmlega áratugar hlé og mun leika í þriðju deild Íslandsmótsins í vetur. Skessuhorn ræddi við Aðalsteinn Jósepsson um körfuboltann í Grundarfirði, en hann verður spilandi þjálfari liðsins á komandi keppnistímabili ásamt Einari Þór Jóhannssyni. Að sögn hans verður liðið í vetur skipað heimamönnum, auk þess sem tveir til þrír ungir leikmenn úr Snæfelli munu leika með Grundfirðingum á venslasamningi í vetur. „Við verðum að sjá stóru myndina. Hér í Grundarfirði eru aðeins um 90 krakkar í grunnskólunum og við náum því ekki að halda úti neinum keppnum þar. Þeim stendur til boða að keppa undir merkjum Snæfells, sem er frábært því það gerir þeim kleift að æfa körfubolta. En til dæmis í unglingaflokki Snæfells eru efnilegir strákar sem fengju lítið að spila með þeim í úrvalsdeildinni. Það er því um að gera að fá þá til að spila með okkur í 3. deildinni. Það er gott fyrir alla,“ segir Aðalsteinn.

 

 

Að sögn hans hefur verið æft síðan um mánaðamótin ágúst-september. Aðeins þrír í liðinu hafa spilað skipulagðan körfubolta áður og því má segja að liðið sé nánast á byrjunarreit. „Við erum búnir að vinna þetta í raun frá grunni, setja menn í stöður og kenna þeim undirstöðuatriðin í skipulögðum körfubolta. Menn sem hafa ekki farið í gegnum keppnir og aldrei leikið í kerfi þekkja ekki hlaup og stöður, hindranir og annað slíkt,“ segir Aðalsteinn. „En við ætlum okkur fyrst og fremst að búa til körfuboltalið og endurvekja körfuboltahefðina hér í Grundarfirði sem áframhaldandi samvinnuverkefni við Snæfell. Við sjáum fyrir okkur að stelpur og strákar sem koma í gegnum yngri flokka starfið geti farið inn í Hólm og ungir, hæfileikaríkir leikmenn gætu spilað hér í gegnum venslasamninga. Þá eru þeir tveimur til þremur árum undan jafnöldrunum þegar þeir koma upp í meistaraflokk.“

 

Nánar er rætt við Aðalstein í Skessuhorni vikunnar.

 

Því má við þetta bæta að Grundarfjörður mætir Keflavík B

í fyrsta leik, laugardaginn 17. október kl. 14 í íþróttahúsi Grundarfjarðar. Frítt er á völlinn og allir velkomnir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is