Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2015 01:05

Ríkið eykur lítillega þátttöku í kostnaði við heyrnartækjakaup

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerðir sem fela í sér hækkun á greiðsluþátttöku ríkisins í heyrnartækjum úr 30.800 krónum í 50.000 krónur. Áætlað er að kostnaður ríkisins vegna þessa aukist um tæpar 58 milljónir króna á ári miðað við óbreyttan fjölda tækja. Þeir sem eru sjúkratryggðir hér á landi eiga rétt á að ríkið taki þátt í kostnaði við kaup á hjálpartækjum sem Heyrnar- og talmeinastöð Íslands útvegar. Þegar reglugerð var sett kostuðu ódýrustu fáanleg heyrnartæki tæpar 30.000 krónur. Nú kosta ódýrustu heyrnartæki sem völ er á um 55.000 krónur þannig að kostnaður fólks vegna heyrnartækjakaupa hefur aukist verulega. Hækkunin sem heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið tekur að fullu mið af vísitölubreytingum frá því að fyrri reglugerð var sett árið 2006. Auk þessa hefur ráðherra undirritað reglugerð um styrki vegna kaupa á heyrnartækjum hjá öðrum en Heyrnar- og talmeinastöðinni. Þar er kveðið á um sömu hækkun, þ.e. úr 30.800 krónum í 50.000 krónur.  Því má við þetta bæta að algengt verð á góðum heyrnartækjum er töluvert hærra en á þeim ódýrustu, eða frá 200 til 500 þúsund krónur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is