Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. október. 2015 09:01

Steinar gefur út vestlenska útgáfu af þjóðsögum

Steinar Berg í Fossatúni í Borgarfirði mun í lok þessa mánaðar gefa út bókina „Trunt-Trunt, sögur af tröllum, álfum og fólki.“ Hér er á ferð athyglisverð bók fyrir börn og fullorðna. Steinar byggir á þjóðsögum Jóns Árnasonar og lætur sögurnar lifna við á ævintýralegan hátt í texta og með myndrænum frásögnum sex listamanna. Eins og margir vita eru þjóðsögur Jóns skráning munnmælasagna, stuttar sögur; þekktar og minna þekktar, sem Steinar notar sem grunn og staðfærir að Vesturlandi. „Ég er þarna að nota þjóðsögur Jóns Árnasonar sem efnisveitu og bæti svo við frumsömdu efni. Þjóðsögurnar eiga það flestar sammerkt að vera rýrar og allt voru þetta munnmælasögur. Ég geri nú meira úr þessum sögum og tengi þær allar inn á ákveðna staði á Vesturlandi, og gef þeim smá persónusköpun. Þær gerast á Hvalfjarðarströnd, í Borgarfirði, á Snæfellsnesi, Arnarvatnsheiði og í Hítardal. Þannig kemur fram í sögunni „Hver er sinnar gæfu smiður,“ hvernig stendur á því að mest myndaða fjall Íslands heitir Kirkjufell, sem það hefur ekki alltaf gert. Raunar er ég þarna að gefa mér skáldaleyfi til að taka þjóðsögurnar, nota þær sem efnivið sem með viðbótar skáldskap tengist vonandi nútímanum, þó sögusviðið sé aftan úr öldum,“ segir Steinar þegar blaðamaður sest niður með honum með eintak af bókinni sem fer í almenna dreifingu í lok þessa mánaðar.

 

Ítarlegt viðtal við skáldið og ferðaþjónustubóndann er í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is