Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. október. 2015 01:28

Hefur kynnst sjúkdómnum nánar en hún hefði kosið

Í tilefni Bleika dagsins var rætt við Þórhildi Þorsteinsdóttur bóndi á Brekku í Norðurárdal. Hún hefur kynnst krabbameini og afleiðingum þess meira en hún hefði kosið, horfði á eftir fjórum sér nákomnum yfir móðuna miklu á einungis tveimur árum. Sjálf hefur hún greinst með frumubreytingu á byrjunarstigi og er undir eftirliti af þeim sökum. „Ég horfði á eftir móður minni, tengdaföður, mákonu og frænku yfir í sumarlandið vegna krabbameins. Ég fylgdi þeim öllum á innan við tveimur árum,“ skrifar Þórhildur. „Ég horfa upp á sársaukann, vanlíðanina, vonleysið og að geta ekkert gert nema verið til staðar. Það var óendanlega sárt.“

 

 

Þórhildur segir að sínu mati sé mjög svo heimskulegt að fresta því að fara í krabbameinsskoðun sé maður boðaður. „Kannski er maður jú hræddur við að það sé eitthvað að, ég var alveg í þeim pakka þegar ég var yngri. Það er nefnilega mjög auðvelt að vera í einhverjum blekkingarleik við sjálfan sig. Það er nauðsynlegt að fá greiningu sem fyrst ef eitthvað reynist að, þá eru batalíkurnar jú mun meiri, segir sig eiginlega sjálft. Því er nauðsynlegt að standa saman um öflugt heilbrigðiskerfi, sem býður fólki upp á öflug og árangursrík meðferðarúrræði. Það gerist ekki með flótta lækna úr landi, biluðum og gömlum tækjum og lélegum launum og óhófslegs álags á þá sem fólk vill og langar að starfi í íslensku heilbrigðiskerfi og með endalausum verkföllum. Ég vil ekki lenda í því að þurfa að vera hrædd við að ef ég greinist, að þá fái ég ekki þá þjónustu sem mér ber og vill fá, vegna niðurskurðar. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins vinnur virkilega gott starf og að sjálfsögðu á maður að mæta þegar maður fær bréf, maður á að bera virðingu fyrir sér og lífinu, þú ein/einn berð ábyrgð á þínu lífi og maður fær aðeins eitt tækifæri.“

 

Þórhildur segist alltaf hafa mætt í krabbameinsrannsóknir og hún hafi verið heppin. „Ég fékk greiningu á breytingum á frumstigi og er undir góðu eftirliti. Ég er ein af þeim heppnu. Njótum því dagsins í dag saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum,“ segir Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is